Sjávarútvegsráðherra hefur ekki ákveðið hversu margar hrefnur megi veiða hér við land á þessu ári. Hrefnuveiðimenn kalla eftir ákvörðun ráðherrans sem allra fyrst en þeir vilja fá að veiða 100 dýr.
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir ljóst að markaður sé fyrir hrefnuafurðir hér á landi og að hrefnustofninn þoli talsverðar veiðar. Stjórnvöld hljóti því að leyfa veiðar fyrir innanlandsmarkað þó ekki sé enn ljóst hversu mörg dýr megi veiða. Hrefnuveiðimenn kalla eftir ákvörðun ráðherra um hrefnukvóta sem fyrst svo þeir geti hafið undirbúning fyrir vertíðina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst