Nú um helgina fór fram fjölmennasta íþróttamót á Selfossi á þessu ári, þegar Landsbankamótið í handbolta fór fram á Selfossi.
Um 600 keppendur mættu til leiks, 62 lið lið tóku þátt og leiknir voru 140 leikir á þremur dögum. Mótið tókst með afburðum vel, allar tímasetningar stóðust og fjölmargir sjálfboðaliðar unnu frábært starf á mótinu. 50 dómarar dæmdu leikina 140 en þess má geta að þeir voru allir 17 ára og eldri. 55 tímaverðir úr 5. og 4. flokki sá um skráningar. Foreldrar strákanna í 4.flokki sá um sjoppu og lögðu fram mikla vinnu en allur ágóði af sjoppusölu fer í ferðasjóð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst