Jafntefli í síðasta leik æfingaferð ÍBV

Leikmenn ÍBV í meistaraflokki karla léku sinn fjórða æfingaleik á átta dögum í Tyrklandi í gær. Mótherjarnir voru Víkingar frá Ólafsvík. Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli. Víkingar komust í 2-0 en Eyjamenn jöfnuðu í síðari hálfleik. Mörkin skoruðu Egill Jóhannsson og Ingi Rafn Ingibergsson. Síðasta æfing liðsins var svo kl 09:00 í morgun og liðið […]

Innbrot í grunnskólann á Flúðum

Rétt eftir klukkan tvö aðfaranótt síðastliðins fimmtudags komu boð til lögreglu frá öryggisfyrirtæki um yfirstandandi innbrot í grunnskólann á Flúðum. Lögreglumenn brugðust hratt við og fóru á vettvang jafnframt því sem lögreglubifreið fór inn á Laugarvatnsveg ef vera kynni að þjófarnir færu þá leið. Það bar vel í veiði: (meira…)

Ráðist að 16 ára dreng.

Þrír sautján ára piltar veittust að sextán ára pilti í gærkvöldi, sunnudag. Atvikið átti sér stað á á hjólabrettasvæði við sundlaugina á Selfossi. Árásarmennirnir komu að hjólabrettasvæðinu á tveimur bifreiðum, stigu út réðust að drengnum sem var á hjólabretti. (meira…)

Nýr formaður SAF – Árni Gunnarsson

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, var kosinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar á aðalfundi samtakanna síðastliðinn fimmtudag. Jón Karl Ólafsson, sem hafði gegnt formennsku síðastliðin 5 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Árni hefur starfað í ferðaþjónustu í fjölmörg ár og var á síðasta ári formaður flugnefndar SAF. Ferðamálastofa býður nýjan formann SAF velkomin og […]

Vantar upplýsingar um tjónvald, sem ók á brott

Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu um helgina en um er að ræða rúðubrot í verslun Axel Ó þar sem bjórflösku var hent í rúðuna þannig að ytra birgði hennar brotnaði. Grunur leikur á hver þarna er að verki og er málið í rannsókn. (meira…)

Jarðvegsvinna vegna vatnsverksmiðju hafin

Jarðvegsvinna vegna byggingar vatnsútflutningsverksmiðju í Vestmannaeyjum hófst í gærmorgun. Í fyrsta áfanga verður byggt 500 fermetra hús en síðar er gert ráð fyrir 2000 fermetra viðbyggingu. Verður mest allt efni í húsið flutt inn í einingum og sett saman á staðnum. Er gert ráð fyrir að allt efni í húsið verði komið til Eyja í […]

80 lítrar af bjór á mann

Hver Íslendingur neytti að meðaltali 80 lítra af bjór á síðasta ári. Áfengisneysla hér hefur aukist meira en annars staðar á Norðurlöndum á síðustu þrettán árum. Þá eykst neysla sterkari drykkja. Neysla hvers íbúa að meðaltali, 15 ára og eldri hefur aukist úr 4,3 alkóhóllítrum á ári í 7,5 lítra á tæpum þrjátíu árum. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.