Tilraun til að svíkja fé útaf kortareikningi

Um kl. 19:00 í gær miðvikudag fékk kona í Árnessýslu upphringingu í heimasíma sinn. Í símanum var kona sem talaði mjög skýra ensku. Sú sem hringdi skýrði þeirri sem svaraði að hún hefði unnið ferðalag og tilgreindi áfangastað og gaf upp trúverðugar vísbendingar um hvernig konan gæti kynnt sér það sem þetta snérist allt um. […]

Vilja reisa netþjónabú í �?orlákshöfn

Samkomulag hefur náðst á milli sveitarfélagsins Ölfuss og fyrirtækisins Greenstone ehf. um viljayfirlýsingu um uppbyggingu netþjónabús í sveitarfélaginu. Viljayfirlýsingin verður undirrituð á morgun í Þorlákshöfn eftir því sem segir í tilkynningu frá bæjarstjóra Ölfuss. Að auki verður greint frá viljayfirlýsingu Greenstone og Landsvirkjunar um raforkukaup til búsins og undirrituð viljayfirlýsing Greenstone og Farice um gagnaflutninga. […]

Utankvótafiskur gaf rúman milljarð

Utankvótategundir skiluðu 1,1 milljarði króna í aflaverðmæti á síðasta ári. Heildaraflaverðmæti íslenskra skipa voru rétt rúmir 80 milljarðar á árinu. Utankvótafiskurinn er því um 1,4% af aflaverðmætunum. Þótt flestar nytjategundir sjávar séu kvótasettar finnast enn nokkrar tegundir sem frjáls sókn en fátítt er þó að skip stundi eingöngu veiðar á utankvótafiski. (meira…)

2-�? með lægra tilboð

Í morgun voru opnuð tilboð í þekju og lagnir á Básaskersbryggju. Tvö tilboð bárust í það verk annars vegar frá Steina & Olla ehf., upp á 47.429.550 krónur og hins vegar frá 2-Þ ehf., Vestmannaeyjum upp á 43.442.501 krónur. (meira…)

Nýsköpun eða samkeppni?

Háttvirtu nefndarmenn og framkvæmdastjóri Ég fékk loksins staðfestingu á þeim orðrómi sem að ég hef heyrt síðan í haust, en fundist sem svo að mig hafi vantað nánari upplýsingar til að kalla eftir svörum, var ekki á svæðinu þegar þetta birtist í bæjarblöðunum og leitaði ekkert eftir fundargerð á netinu, fyrr en í morgun. Málið […]

Bjóða upp á 69 metra skip

Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin annars vegar og Samskip hins vegar bjóða í smíði og rekstur skips sem ætlað er að sigla í Landeyjahöfn. Tilboðin verða opnuð í dag, fimmtu­dag, klukkan 11.00 í Þjóð­menn­ingarhúsinu. Skipið sem Vestmannaeyingar bjóða upp á er 69 metra langt, 16 metrar á breidd og hámarksdjúprista 3,3 metrar. Fjöldi bíla, ef einungis bílar […]

Yfirlýsing vegna umræðu um Landeyjahöfn

Í Morgunblaðinu mánudaginn 14. apríl sl. er fjallað um mótmæli vegna fyrirhugaðrar ferjuleiðar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar við Bakkafjöru. Af því tilefni var rætt við nokkra þingmenn Suðurkjördæmis. Í viðtali við Árna Johnsen alþingismann sakar þingmaðurinn Vegagerðina og þá sérstaklega aðstoðarvegamálastjóra um vond og ófagleg vinnubrögð við undirbúning að ákvarðanatöku vegna hafnar í Bakkafjöru. Vegna […]

Kvenfélag Eyrarbakka gefur á fæðingadeild HSu

Kvenfélag Eyrarbakka er 120 ára á þessu ári. Af því tilefni færðu kvenfélagskonur fæðingadeild HSu súrefnismettunar-, blóðþrýstings og hitamæli að gjöf. Um er að ræða tæki af gerðinni Distica og er verðmæti gjafarinnar um 1/2 milljón krónur. (meira…)

Hausaþurrkun Lýsis hf í �?orlákshöfn

Lýsi hf hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna starfsemi fyrirtækisins í Þorlákshöfn. Í fréttatilkynningunni eru augljósar rangfærslur sem Sveitarfélagið Ölfus telur sig knúið til að svara. (meira…)

Góður árangur hjá handboltaakademíunni

Á þriðjudagskvöld unnu strákarnir okkar í handboltaakademíunni (3. flokkur karla sem keppir undir merkjum UMF Selfoss) lið Hauka 31 – 23 og tryggðu sér þar með deildarmeistaratitilinn. Strákarnir hafa náð í öll stigin sem í boði voru í vetur nema 3 og eru með 171 mark í plús. Framundan er svo úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn sem […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.