Sigurður bestur annað árið í röð

Sigurður Bragason, fyrirliði og leikmaður meistaraflokks karla í handbolta, var í kvöld útnefndur leikmaður tímabilsins hjá liðinu. Sigurður fékk sömu nafnbót fyrir síðasta tímabil en fyrirliðinn hefur svo sannarlega farið fyrir sínu liði undanfarin ár. Þá fengu þau Heiða Ingólfsdóttir og Kolbeinn Arnarson Fréttabikarana sem eru veittir þeim ungu íþróttamönnum sem þykja hvað efnilegust en […]

Tóti maður, Gústi hirðusami, Bjössi míla, Kumlið og Gilli gulltilli

Þessa dagana er að koma í bókabúðir landsins, bók eftir Sigurgeir Jónsson frá Þorlaugargerði, sem ber nafnið Viðurnefni í Vestmannaeyjum. Í formála bókarinnar segir Sigurgeir, að mörg viðurnefni hafi niðrandi merkingu, og oft hafi þau verið gefin af illgirni og öfund. Sum viðurnefni hafa þó orðið að einkennum heilla ætta á jákvæðum nótum, svo sem […]

2:0 sigur í þriðja sinn

Karlalið ÍBV vann sinn þriðja 2:0 sigur í 1. deildinni í kvöld þegar liðið tók á móti Stjörnunni. Það var ekki langt liðið á leikinn þegar Þórarinn Ingi Valdimarsson hafði komið boltanum í netið en það gerðist á 4. mínútu. Þórarinn var í fyrsta sinn í byrjunarliði ÍBV og nýtti tækifærið vel því stuttu síðar […]

Stórsigur í fyrsta leik hjá stelpunum

Kvennalið ÍBV fór heldur betur vel af stað á ný eftir tveggja ára hlé en ÍA kom í heimsókn til Eyja í dag. Þessi fyrrum stórveldi leika bæði í 1. deild og það voru Skagastúlkur sem byrjuðu betur, komust í 0:1 undan sterkri austan áttinni. En á tveimur síðust mínútum fyrri hálfleiks tókst ÍBV að […]

Ríkisstjórnin dregur enn lappirnar varðandi Bakkafjöruferju

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í dag, að engin ákvörðun hefði verið tekin um málefni nýrrar Vestmannaeyjaferju. Kristján sagði, að verið væri að fara yfir málið í samgönguráðuneytinu en ljóst væri, að útboð vegna ferjunnar hefði verið á óheppilegum tíma og fjármagnskostnaður hefði hækkað mikið. (meira…)

Nú vantar okkur vinnandi hendur í Dalinn.

Á morgun laugardag vantar okkur duglegt fólk til að ganga frá Dalnum undir tyrfingu. Stór flutningavagn kemur með þökur í Herjólfi laugardagskvöld. Þá verðum við að vera búin að ganga frá svæðinu og gera allt klárt. Hvetjum alla, sem vettlingi geta valdið til að koma í Dalinn laugardag kl. 13.00. Nú er kærkomið tækifæri fyrir […]

Fróði ÁR frá Stokkseyri aflahæstur humarbáta sem fyrr

Humarlisti númer 5. Friðrik Sigurðsson ÁR er byrjaður á humri. Smá hreyfng er á listanum að þessu sinni. Skálafell ÁR fer uppfyrir Sigurð Ólafsson SF og Þorsteinn Gíslasson GK fer uppfyrir Narfa VE og vekur það nokkra athygli þar sem eins og flestir vita þá er þónokkuð mikill stærðarmunur á milli þessara tveggja báta. Fróði […]

Sementssala jókst í apríl

Sementssala án stóriðju virðist vera að aukast en fram kemur í hagvísum Seðlabankans í dag, að ársvöxtur sölunnar í mánuðinum nam tæplega 35%. Á fyrsta fjórðungi ársins var hins vegar 1% samdráttur í sementssölu miðað við sama tímabil í fyrra. Seðlabankinn segir, að helstu vísbendingar um eftirspurn bendi til að áfram hafi hægt á vextinum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.