Karlalið ÍBV vann sinn þriðja 2:0 sigur í 1. deildinni í kvöld þegar liðið tók á móti Stjörnunni. Það var ekki langt liðið á leikinn þegar Þórarinn Ingi Valdimarsson hafði komið boltanum í netið en það gerðist á 4. mínútu. Þórarinn var í fyrsta sinn í byrjunarliði ÍBV og nýtti tækifærið vel því stuttu síðar átti hann hörkuskalla að marki gestanna sem var varinn á marklínu. Hann lagði svo upp síðarar mark ÍBV fyrir Augustine Nsumba undir lok fyrri hálfleiks.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst