Selfoss og Stjarnan, jafntefli 1- 1
Heil umferð fór fram í 1. deild karla í kvöld. Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara úr leikjum kvöldsins. Selfoss 1-1 Stjarnan: 1-0 Viðar Kjartansson 1-1 Ellert Hreinsson (meira…)
Stórsigur gegn Víkingum á útivelli

Eyjamenn unnu í kvöld sjötta sigur sinn í röð í 1. deild karla þegar þeir lögðu Víking að velli á heimavelli þeirra í Reykjavík. Leikurinn fór reyndar ekkert sérstaklega vel af stað fyrir ÍBV því heimamenn komust yfir strax á 4. mínútu en leikmenn ÍBV svöruðu með fjórum mörkum og lokatölur því 1:4. (meira…)
Björgvin nýr samstarfsráðherra
Björgvin Guðni Sigurðsson, viðskiptaráðherra, tekur við af Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra, sem norrænn samstarfsráðherra, að því er kemur fram á vef Norðurlandaráðs. (meira…)
Sundlaugin í Laugaskarði 70 ára
Sundlaugin í Laugaskarði á 70 ára afmæli um þessar mundir.Vatni var hleypt í laugina 6. júní 1938 eftir mikið þrekvirki stórhuga manna sem höfðu unnið að byggingunni í sjálfboðavinnu. Af því tilefni gerum við okkur glaðan dag laugardaginn 14. júní. Gestum verður boðið upp á tertu. Sögu- og ljósmyndasýning verður andyri í tilefni afmælisins.Sýningin verður […]
Vilja fund vegna skjálfta á Suðurlandi
Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson, þingmenn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hafa farið þessi á leit við fyrsta þingmann kjördæmisins, Árna M. Mathiesen, að hann boði alþingismenn Suðurkjördæmis til fundar vegna nýafstaðinna jarðskjálfta. (meira…)
Pressan er öll á Víkingum

Í kvöld sækja Eyjamenn Víking heim í sjöttu umferð 1. deildar karla en leikurinn hefst klukkan 18.30. ÍBV hefur unnið fyrstu fimm leiki sína og auk þess ekki fengið á sig mark á meðan Víkingar, sem flestir spáðu góðu gengi í sumar, hafa verið í basli og eru í fimmta sæti, með tvo leiki unna, […]
Fimmtán stúlkur taka þátt

Sumarstúlka Vestmannaeyja verður valin laugardagskvöldið 21. júní í Höllinni sem stendur að keppninni ásamt Fréttum. Að þessu sinni taka fimmtán stórglæsilegar stúlkur þátt en keppninni sem nú er nú haldin í 22. skiptið. Að venju verður í boði glæsilegur matseðill sem kemur frá Einsa kalda, veisluþjónustu þar sem Einar Björn ræður ríkjum. Ýmis skemmtiatriði verða […]
Styrkjum úthlutað til jarðhitaleitar
Á fundi orkuráðs á Hótel Klaustri á Kirkjubæjarklaustri sl. laugardag var úthlutað samtals 172 milljónum til jarðhitaleitar á 29 stöðum þar sem ekki nýtur hitaveitu. Miðað við kostnaðaráætlanir umsækjenda verður á næstunni starfað við jarðhitaleit fyrir nær 300 milljónir króna. (meira…)
Brotist inn í þjónustuhús á Hakinu
Brotist var snemma í gærmorgun inn í þjónustuhús þjóðgarðsins á Þingvöllum sem er á Hakinu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var engu stolið. Öryggisvörður hjá Securitas hélt þegar á staðinn frá Reykholti í Biskupstungum. Á Gjábakkavegi mætti hann bíl, sem lögregla síðan fann mannlausa á Laugarvatni. Málið er í rannsókn. (meira…)
�?ska eftir upplýsingum
Lögreglan á Selfossi fann á sunnudagsmorgun rauða Peugeot-bifreið sem stolið var á Selfossi á föstudagskvöld. Bifreiðin, sem fannst við Félagslund í Flóahreppi, hafði verið töluvert skemmd og höfðu allir hjólbarðar hennar verið sprengdir. Lögreglan biður þá sem geta veitt upplýsingar um hvarf bifreiðarinnar að hafa samband í síma 480-1010 (meira…)