Brotist var snemma í gærmorgun inn í þjónustuhús þjóðgarðsins á Þingvöllum sem er á Hakinu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var engu stolið.
Öryggisvörður hjá Securitas hélt þegar á staðinn frá Reykholti í Biskupstungum. Á Gjábakkavegi mætti hann bíl, sem lögregla síðan fann mannlausa á Laugarvatni. Málið er í rannsókn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst