Þrír veislustjórar á Þjóðhátíð í 100 ár

Í 150 ára sögu Þjóðhátíðar Vestmannaeyja hafa kynnar hátíðarinnar ekki verið margir. Farið var yfir sögu kynnana á þjóðhátíðarblaði Eyjafrétta og þar rætt við núverandi kynni, Bjarna Ólaf Guðmundsson. Stefán Árnason, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, eða Stebbi pól, var kynnir á Þjóðhátíð í 55 ár, en hann byrjaði sem kynnir árið sem hann var ráðinn yfirlögregluþjónn […]
Uppskriftin að Þjóðhátíð til og virkar vel

Hörður Orri – formaður ÍBV í þjóðhátíðarspjalli – Salka Sól „Það hefur verið fínt og bara gengið mjög vel. Það er búið að vera mikið að gera hjá félaginu almennt og mikið um stóra viðburði. Sumarið náttúrulega byrjar á TM mótinu og svo Orkumótið og nú Þjóðhátíð. Svo er auðvitað fótboltinn í fullum gangi og […]
ClubDub – Einn kaldur á Lundanum

„Þetta er náttúrulega stærsta svið á Íslandi og þetta er 150 ára stöffið, þannig við hlökkum til að spila á 150 ára stöffinu, sko“ segir Aron Kristinn Jónasson meðlimur raftónlistartvíeykisins ClubDub sem hefur verið að gera góða hluti á íslensku tónlistarsenunni. Tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson myndar hinn helming sveitarinnar. „Það er bara búið að vera nóg að […]
Öldungar á Þjóðhátíð

„Ef ég hefði verið lengur þá hefði strætó bara hætt að ganga“ Í tilefni þúsund ára byggðar á Íslandi var haldin þjóðhátíð 2. ágúst 1874 í höfuðborginni. Danakonungur kom þá meðal annars í heimsókn og var Íslendingum færð ný stjórnarskrá. Sama dag var lélegt sjólag og Eyjamönnum ekki kleift að komast upp á land og […]
Hátíðarræða Þjóðhátíðar

Á setningu Þjóðhátíðar er ávallt haldin hátíðarræða. Í ár flutti Þór Í. Vilhjálmsson fyrrverandi formaður ÍBV-íþróttafélags hátíðarræðuna. Ræðuna má lesa hér að neðan. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, góðir þjóðhátíðargestir. Þeir sem stóðu að fyrstu Þjóðhátíðinni sem haldin var árið 1874 hafa eflaust ekki átt von á því að enn yrði […]
Þúsundir frá Eyjum í dag

Þúsundir þjóðhátíðargesta héldu í dag frá Vestmannaeyjum eftir velheppnaða helgi í Herjólfsdal. Í boði voru þrír möguleikar, Herjólfur, flug með Icelandair og sigling með Teistu í Landeyjarhöfn. Herjólfur fór fyrstu ferð klukkan 2.00 í nótt og var ekki fullt í fyrstu ferðunum en um hádegi var komin biðröð. Tuga metra löng en flestir vel klæddir […]
Tíðindalítil nótt hjá lögreglu

Síðasta nótt Þjóðhátíðar var róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra. „Enginn er í klefa nú í morgunsárið. Þá komu upp fimm minniháttar fíkniefnamál. Engar stórar líkamsárásir kærðar enn sem komið er, aðeins minniháttar pústrar eins og gengur og gerist þegar á annað tug þúsunda koma saman að skemmta sér.“ Nú […]
Laugardagskvöldið í myndum

Mikið fjör var í Herjólfsdal í gærkvöldi þrátt fyrir fúlviðri. Einar Bárðar var nýr kynnir á kvöldvökunni þar sem hinir ýmsu listamenn stigu á svið, þar má nefna Eló, Unu Torfa, Stuðmenn og Helga Björns. Drengirnir í FM95Blö hituðu svo upp fyrir flugeldasýninguna á miðnætti. Mikil leynd hafði ríkt yfir hverjir leynigestir kvöldsins væru en […]
Róleg nótt að baki

Nóttin var helst til tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum miðað við þann mannfjölda sem nú er í Eyjum. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að aðeins einn hafi gist fangageymslur og var það vegna ölvunar. Þá komu upp tvö minniháttar fíkniefnamál. Hann segir að þrátt fyrir leiðinda veður þá hafi þetta gengið ótrúlega […]
Lögreglan lýsir eftir Helga

Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsir eftir Helga Ingimar Þórðarsyni, 21 árs gamall. Helgi er 192 cm á hæð og sást síðast klæddur í svartar buxur, svarta hettupeysu og dökkgrænann bomberjakka. Síðast er vitað um ferðir Helga við Herjólfsdal síðastliðna nótt. Lögreglan biður fólk um að hafa samband í síma 112 ef það veit um ferðir Helga. […]