Mikið fjör var í Herjólfsdal í gærkvöldi þrátt fyrir fúlviðri. Einar Bárðar var nýr kynnir á kvöldvökunni þar sem hinir ýmsu listamenn stigu á svið, þar má nefna Eló, Unu Torfa, Stuðmenn og Helga Björns. Drengirnir í FM95Blö hituðu svo upp fyrir flugeldasýninguna á miðnætti.
Mikil leynd hafði ríkt yfir hverjir leynigestir kvöldsins væru en það var Jökull Júlíusson í hljómsveitinni Kaleo sem mætti á svæðið við mikla hrifningu þjóðhátíðargesta.
Kaleo fagnaði tíu ára afmæli sínu fyrr á þessu ári og hefur verið að ferðast og spila út um allan heim. Tónlistar- og Eyjamaðurinn Júníus Meyvant mun meðal annars hita upp fyrir strákana í Kaleo á tónleikaferðalagi þeirra um Evrópu í vetur.
Óskar Pétur Friðriksson tók meðfylgjandi myndir í Dalnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst