Erum að makrílveiðum suðaustur af landinu

Við Strákarnir á Huginn erum búnir að vera duglegir hér síðustu daga, við eru að fiska makríl, hann er aðeins síldar blandaður þannig að við höfum flokkað alla síld frá og flakað og erum við komnir með um 80 tonn í lest af frosnum síldarflökum og um 700-800 tonn af makríl, með þessu erum við […]

Reisum knattspyrnuhúsið í Löngulág frekar en við Hásteinsvöll

Fyrir nokkru voru opnuð tilboð í jarðvegsvinnu við nýja knattspyrnuhúsið sem áætlað er að reisa vestan við Týsheimilið, langþráð hús, sem íþróttahreyfingin telur forsendu fyrir því að knattspyrnufólk í Eyjum geti áfram verið meðal þeirra bestu í knattspyrnunni. Vonandi verður knattspyrnuhús risið áður en langt um líður. (meira…)

Jónsmessa í Stafkirkjunni

Það eru ekki allir með það á hreinu af hverju við tölum um Jónsmessu og hver hann var þessi Jón. Til að minnast þess verður haldin helgistund í Stafkirkjunni á Heimaey á Jónsmessunni, í dag kl. 18. Védís Guðmundsdóttir og Árni Óli Ólafsson annast tónlistarflutninginn. Védís mun syngja tvo nýja sálma og verður það frumflutningur […]

Afla landað fram hjá vigt

Föstudaginn 20. júní sl. höfðu starfsmenn Fiskistofu samband við lögreglu og óskaði eftir aðstoð vegna gruns um að verið væri að landa afla framhjá vigt. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að í einu kari var um 250 kg. af humri, en ofan á humarinn hafði verið settur skötuselur. Við nánari leit í veiðafærahúsi útgerðarinnar […]

Kvöldganga eða síðbúin Jónsmessuganga

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 25. júní kl. 22.00, verður hin árlega Jónsmessunæsturganga. Gengið verður frá Íþróttamiðstöðinni á Helgafell, Sæfell og til baka vestur Hamarinn aftur að Íþróttamiðstöðinni. Sundlaugin verður opin þetta kvöld til kl. 01.00. (meira…)

Lundaballið verður 27. september

Þó enn séu rúmlega fjórir mánuðir í 27. september n.k. þá er allt í lagi að auglýsa lundaballið í ár fyrir vini okkar í Hellisey”. – Þannig segja þeir Bjarnareyingar á heimsíðu sinni, http://bjarnarey.is “ (meira…)

Lítill stuðningur við stóriðju kemur á óvart

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir það ekki koma sér á óvart „að menn gjaldi varhug við stórvirkjunum eftir þær harðvítugu deilur sem hafa orðið á síðustu árum. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins styðja 57 prósent landsmanna ekki frekari virkjanir fyrir orkufrekan iðnað. “ (meira…)

Viðgerðir í Sundhöll Selfoss

Stóra útilaugin í Sundhöll Selfoss er lokuð frá hádegi mánudaginn 23. júní til miðvikudagsins 25. júní vegna viðgerða eftir jarðskjálftana 29. maí síðastliðinn. Einnig eru rennibrautin, osturinn og sveppurinn lokuð vegna viðgerða eftir skjálftana. Reynt verður að opna leiktækin aftur svo fljótt sem auðið er. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.