10.000 laxar úr Ytri-Rangá
Veiðin í Ytri-Rangá í sumar hefur slegið öll met í sumar og komst í 10.009 laxa um hádegisbil í dag. Enn er töluvert eftir af veiðitímabilinu. Fyrir rúmri viku var opnað fyrir maðkaveiði, en laxinum hefur eingöngu verið boðin fluga það sem af er sumri. Í fyrsta maðkahollinu veiddust 1119 laxar á 18 stangir, eða […]
Netabátar í september
Það hefur lítið verið fjallað um netabátanna hérna á síðunni eftir að vetrarvertiðinni lauk þann 11 maí. Allavega þá hefur göngu sína aftur hérna á síðunni netalistinn, og verður hann þannig framvegis í það minnsta út þetta ár. Hugsanlega verður einhver breyting á honum á vetrarvertíðinni sjálfri.Þessi listi er 25 bátar, og er enginn greinarmunur […]
Aðalfundur Starfsmannafélags FSu
Aðalfundur starfsmannafélags FSu var haldinn föstudaginn 5. september. Ingibjörg Ólöf Sigurðardóttir fráfarandi formaður flutti skýrslu stjórnar sem var hin skemmtilegasta og sýnir skýrslan vel hve fjölbreytt starf félagsins er. Ægir Sigurðsson gjaldkeri gerði grein fyrir ársreikningi. Hulda Finnlaugsdóttir ritaði fundargerð. Ný stjórn var kjörin og voru eftirtaldir kosnir í stjórn: (meira…)
Björgvin G. Sigurðsson í neytendatúr um landið og byrjar á Selfossi á morgun
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hyggst á næstu tveimur vikum efna til funda víðs vegar um landið þar sem fjallað verður um neytendamál. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu er þetta liður í stefnu ríkisstjórnarinnar að byggja upp öflugt ráðuneyti neytendamála innan viðskiptaráðuneytisins. Unnin hefur verið skýrsla um stöðu neytenda á Íslandi og […]
ÍSLANDSMEISTARAR 2008!

2. flokkur ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna 2008 með því að leggja Val að velli 3:1 í lokaleik sínum. Eyjastúlkur hafa bætt sig gríðarlega í sumar og fæstir áttu von á því að liðið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari í lok tímabilsins. En eftir slæma byrjun á Íslandsmótinu héldu stelpunum engin bönd […]
Lík finnst í Kaplagjótu

Lögreglu var í dag tilkynnt um lík í Kaplagjótu, sunnan í Dalfjalli. Litlar upplýsingar var að fá hjá lögreglu sem var á staðnum en unnið er að rannsókn málsins. Ekki er talið að um saknæmt atvik sé að ræða. (meira…)
�?órður Rafn tekur við af Sigurgeiri Brynjari

Þórður Rafn Sigurðsson eða Rabbi á Dala Rafn tók nú í morgun við sem formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja. Fráfarandi formaður, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni hverfur alfarið úr stjórn félagsins. Auk þess verða nokkrar breytingar á stjórn félagsins en þetta var ákveðið á aðalfundi Útvegsbændafélagsins í morgun. (meira…)
Íslandsmeistaratitillinn handan við hornið

Í dag, mánudag, tekur 2. flokks lið ÍBV á móti Valsstúlkum. Hefst leikurinn kl. 17.00 á Helgafellsvellinum. Er þetta algjör úrslitaleikur fyrir Eyjastúlkur því beri þær sigur úr býtum verða þær Íslandsmeistarar á A-riðli. Fyrri leikur liðanna endaði með sigri ÍBV 4-2 og eiga þær því góða möguleika í dag. Mætum öll á völlinn og […]
Kveikt í rusli við Sorpu

Í gærkvöldi var slökkvilið Vestmannaeyja kallað út vegna elds á svæði sorpeyðingastöðvarinnar. Talsverður eldur var í gámi og öðru rusli þegar að var komið en vel gekk að slökkva eldinn. Mikill eldsmatur var á svæðinu og vaxandi vindur þannig að talsverð hætta var á að illa færi. Þetta var jafnframt þriðji bruninn eða íkveikjan sem […]