Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hyggst á næstu tveimur vikum efna til funda víðs vegar um landið þar sem fjallað verður um neytendamál.
Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu er þetta liður í stefnu ríkisstjórnarinnar að byggja upp öflugt ráðuneyti neytendamála innan viðskiptaráðuneytisins. Unnin hefur verið skýrsla um stöðu neytenda á Íslandi og til þess að fylgja henni eftir er efnt til fundarraðar.
Fyrsti fundurinn verður annað kvöld á Selfossi en sá síðasti á Ísafirði eftir tvær vikur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst