Gönguferð á Kvígindisfell á vegum FÍ
Ferðafélag Íslands efnir til göngu á Kvígindisfell (783 m) sunnudaginn 21. september. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30. Kvígindisfell er á mörkum Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu, nálægt Uxahryggjaleið, um klukkustundar akstur frá Reykjavík. (meira…)
Hópferð frá Reykjavík á leik Selfoss og ÍBV
Hópferð verður á leik Selfoss og ÍBV frá Reykjavík kl. 14:00 á planinu hjá Glæsibæ. Farið beint á 800 bar á Selfossi og hitað upp fyrir leikinn. Síðan skemmta menn sér vel á vellinum. Lagt á stað heim kl 19:00. (meira…)
Umsóknarfrestur vegna forstjórastöðu framlengdur
Umsóknarfrestur vegna forstjórastöðu hjá Landsvirkjun hefur verið framlengdur. Fyrri umsóknarfrestur rann út á föstudag en hefur verið framlegdur um tvær vikur. Ingimundur Sigurpálsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, segir að mönnum hafi þótt umsóknarfresturinn of stuttur auk þess sem talað hafi verið um búið væri að ráðstafa stöðunni áður en hún var auglýst. (meira…)
Orgeltónleikar í Selfosskirkju í kvöld
Í kvöld riðjudaginn 16. september, spilar Guðmundur Sigurðsson, organisti í Hafnarfirði og formaður Félags íslenskra organista, orgelverk eftir Johann Sebastian Bach, Dietrich Buxtehude og Felix Mendelssohn-Bartholdy í Selfosskirkju. Tónleikarnir eru hluti af Septembertónleikaröð kirkjunnar og hefjast kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og er gestum boðið í kaffi og nammi á eftir. (meira…)
Alls voru 121 mál þessa vikuna á Hvolsvelli.
Í vikunni voru 31 teknir fyrir að aka of hratt, en sá sem hraðast ók var á 139 km hraða. Augljóslega hefur dregið úr hraða hjá mönnum. Frá áramótum hafa 1771 ökumenn verið stöðvaðir fyrir að aka of hratt í umdæmi Hvolsvallarlögreglu. Lögreglan bendir á að alvarlegum slysum hefur fækkað mjög og vill þakka það […]