Ný kórstjórn
Kór FSu hefur kosið sér nýja stjórn. Formaður er áfram Arna Lára Pétursdóttir. Aðrir í stjórn eru Viðar Stefánsson, Gunnlaugur Harðarson og Þorbjörg Matthíasdóttir. Margt verðu á döfinni í vetur en næst eru það tónleikar 21. okt. í Selfosskirkju og 22. okt. í Skálholti. Kórinn mun þá flytja kirkjutónlist. Starfið gengur vel og hefur kórinn […]
Minnisvarði afhjúpaður í Timburhólum
Sunnudaginn 21. september s.l. var afhjúpaður í skógræktarreit Ungmennafélagsins Samhygðar við Timburhóla, minnisvarði um hjónin í Vorsabæ, Guðfinnu Guðmundsdóttur og Stefán Jasonarson. Þau voru bændur í Vorsabæ í hálfa öld og Stefán var ötull í störfum fyrir mörg félagasamtök s.s. samtók sunnlenskra bænda, ungmennafélagshreyfinguna og umferðaröryggi. (meira…)
Grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum sem hafði í ýmis horn að líta í síðustu viku. M.a. þurfti að glíma við eignaspjöll, umferðaróhöpp og aðstoða ölvað fólk til síns heima. Lesa má dagbókarfærsluna hér að neðan. (meira…)
Aðild að ESB – til hvers?

Umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur blossað upp eftir gengisfellingu krónunnar um síðustu páska. Þeir sem vilja aðild tala gjarnan á þann veg að hún sé leiðin út úr erfiðleikunum í efnahagslífinu og að með aðild að ESB og evrunni muni efnahagslegur óstöðugleiki verða úr sögunni. (meira…)
12 hafa sótt útboðsgögn

Tólf verktakar hafa sótt útboðsgögn vegna fyrirhugaðrar byggingar fjölnota íþróttahúss í Vestmannaeyjum. Opnað var fyrir útboðin fyrir viku síðan en tilboð verða opnuð 11. nóvember næstkomandi á skrifstofu umhverfis og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja bæjar á Tangagötu 1. Elliði Vignisson, bæjarstjóri fagnaði því hversu margir hafa sótt útboðsgögnin. (meira…)
Gamli sjóveitutankurinn á Skansinum lætur undan

Egill Egilsson, altmuligt maður hjá Vestmannaeyjabær var á sinni venjubundnu eftirlitferð á Skanssvæðínu í gærmorgun, þegar hann heyrði skruðninga og læti að baki sér. Þegar hann leit við var stór hluti af útveggjum gamla sjóveitutanksins á Skansinum að hrynja. (meira…)
Fundur – Framtíðarhúsnæðisþörf fyrir menningarstarfsemi
Íbúum er boðið til fundar þar sem höfundar greiningarskýrslu Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri fara yfir og kynna helstu niðurstöður um framtíðarhúsnæðisþörf fyrir menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Árborg. Fundurinn verður haldinn í Aðalsal Hótels Selfoss, mánudaginn 22. september 2008 og hefst kl. 20:00. Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri. (meira…)