10 metra mastur lagðist á hliðina

Loftnetamastur við flugturninn í Vestmannaeyjum lagðist á hliðina í dag. Mjög hvasst er við flugvöllinn og fer vindhraði upp undir 30 m/s í mestu hviðunum. Svo virðist vera sem tæring í botnstykki mastursins hafi leitt til þess að það gaf undan í rokinu. Í mastrinu eru loftnet fyrir fjarskiptatæki turnsins auk farsímaloftneta fyrir símafyrirtækin Vodafone […]

�?ýsk sjónvarpsstöð leitar að Eyjafjölskyldu

Þýsk sjónvarpsstöð leitar að fjölskyldu í Vestmannaeyjum sem væri til í að taka í fóstur tvo þýska unglinga. Unglingarnir myndu lifa og starfa með fjölskyldunni í eina viku sem yrði svo gert skil í þáttaröð sem sýnd verður síðar. Fyrirhugaðar tökur hefjast 14. apríl en áhugasamir geta haft samband við Kristínu Jóhannsdóttur í Ráðhúsi Vestmannaeyja […]

Hægt að fylgjast með Margréti Láru á LFCTV

Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar í Linköping spila sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið sækir Sunnanå SK heim. Margrét Lára skoraði þrennu í síðasta æfingaleiknum fyrir mótið og fær örugglega að spreyta sig í kvöld. (meira…)

Vilja opna leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Hamarsskóla

Á fundi Fræðslu- og menningarráðs voru tekin fyrir úrræði í leikskólamálum. Lagt er til að opna leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Hamarsskóla en talið er að árlegur kostnaður af slíkri deild sé um 25 milljónir. Í dag eru 48 börn á þessum aldri en hvert barn á leikskóla kostar um 1 milljón. Því telur […]

Samherji ekki að fara veiða síld í Vestmannaeyjahöfn

Það fór að lokum ekki framhjá mörgum að í gær var 1. apríl en þá taka margir upp þann sið að gabba og plata náungann í þeirri viðleitni að fá þá til að hlaupa apríl. Eyjafréttir tóku þátt í gamninu og birtu frétt í gær þar sem greint var frá því að sjávarútvegsráðherra hefði úthlutað […]

Elías Fannar frá næstu þrjá mánuðina

Elías Fannar Stefnisson markmaður 2. flokks og meistaraflokks í knattspyrnu verður frá knattspyrnuiðkun næstu þrjá mánuðina. Elías Fannar meiddist á hné í síðasta leik ÍBV og í aðgerð á mánudag kom í ljós að liðþófi var rifinn og krossbönd illa tognuð. Elías Fannar er varamarkvörður ÍBV og ljóst að hann mun missa af stórum hluta […]

Tveir í haldi eftir rútubrunann

Mennirnir tveir sem handteknir voru í gær, grunaðir um að hafa kveikt í rútu við húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja, voru í nótt úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald í þágu rannsóknarhagsmuna. Yfirheyrsla yfir mönnunum stóð yfir í allan gærdag en rannsókn málsins beinist m.a. að því hvort mennirnir tengist áður óupplýstum íkveikjumálum í Eyjum. (meira…)

ndsfundarfulltrúar ríkisstjórnarflokkanna

þokkalega miðað við það sem gerist í greininni. Niðurstaðan var hins vegar sú að það hefði orðið gjaldþrota á sex árum að því gefnu að leiguverð aflaheimilda frá ríkinu væri helmingi lægra en markaðsverð á leigumarkaði.” Hann segir brýna þörf vera nú á raunsærri aðgerðum. „Stjórnmálamenn hafa oft áður komið fram með svipaðar „reddingar” með […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.