Á fundi Fræðslu- og menningarráðs voru tekin fyrir úrræði í leikskólamálum. Lagt er til að opna leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Hamarsskóla en talið er að árlegur kostnaður af slíkri deild sé um 25 milljónir. Í dag eru 48 börn á þessum aldri en hvert barn á leikskóla kostar um 1 milljón. Því telur ráðið þessa leið þá bestu til að leysa þann vanda sem upp er komin í leikskólunum vegna stækkandi biðlista. Hægt er að lesa úrdrátt úr fundargerðinni hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst