Samherji ekki að fara veiða síld í Vestmannaeyjahöfn
2. apríl, 2009
Það fór að lokum ekki framhjá mörgum að í gær var 1. apríl en þá taka margir upp þann sið að gabba og plata náungann í þeirri viðleitni að fá þá til að hlaupa apríl. Eyjafréttir tóku þátt í gamninu og birtu frétt í gær þar sem greint var frá því að sjávarútvegsráðherra hefði úthlutað Samherja 1000 tonnum af síld í Vestmannaeyjahöfn og ætti ágóðinn að renna til skíðadeildar KA. Þetta var sameiginlegt aprílgabb Eyjafrétta.is og vikublaðsins Frétta.