Er síðasta risaeðlan að falla og tryggjum sjómann á þing

Við Grétar Mar áttum frábæran fund í Sólheimum í dag þar sem málefni fatlaðra voru efst baugi. Fundurinn var alveg frábær og á annað hundrað manns mættir. Grétar Mar var eini þingmaðurinn sem sá sér fært að mæta og fékk hann klapp fyrir það. Það vakti hins vegar gremju meðal íbúa Sólheima að Björgvin hjá […]
3. sætið er baráttusætið í kjördæminu

Suðurlandið.is heldur áfram að kynna þá frambjóðendur sem berjast um þingsætin í Suðurkjördæmi. Í fimmta kosningamyndbandinu er rætt við Jórunni Einarsdóttur, kennara frá Vestmannaeyjum. Jórunn var í 6. sæti hjá Vinstri grænum í Suðurkjördæmi í kosningunum 2007 en skipar nú 3. sætið, sem hún sjálf kallar baráttusætið í kjördæminu. VG náðu inn fyrsta þingmanni sínum […]
Svartir svanir á Hornafirði

Svartur svanur sást fyrir nokkrum dögum í Lóninu á Hornafirði og daginn eftir einn í Álftafirði en ekki er vitað hvort þar hefur verið sami fuglinn og í Lóninu. Svartir svanir koma hingað árlega og hafa mest verið fimm fuglar á landinu í einu þar af þrír í Lóninu. Frétta- og upplýsingavefur Hornafjarðar hefur eftir […]
Atvinnuleysi 7,4% á Suðurlandi í mars

Meðalfjöldi atvinnulausra á Suðurlandi í mars var 897 sem eru 55 fleiri einstaklingar en í febrúar. Flestir eru án atvinnu í sveitarfélaginu Árborg eða tæplega 500 manns. Samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum 14,3%, næst í röðinni er Höfuðborgarsvæðið þar sem atvinnuleysi var 9,5% í mars, þá Norðurland eystra með 8,8% atvinnuleysi og […]
Tónlistarskóli byggður á Hvolsvelli
Framkvæmdir við byggingu nýs Tónlistarskóla á Hvolsvelli ganga vel og gert er ráð fyrir að hann verði tekinn í notkun í haust. Í Dagskránni – Fréttablaði Suðurlands kemur fram að í nýja húsinu verði öll starfsemi Tónlistarskóla Rangæinga í Rangárþingi eystra, aðstaða fyrir fjarkennslu og fjarnám ásamt alrými þar sem saman kemur öll starfsemi skólans […]
Hátíðarkvöldverður Sjálfstæðisfélaganna í Árborg á morgun

Sjálfstæðisfélögin í Árborg standa fyrir hátíðarkvöldverði á Hótel Selfossi annað kvöld. Boðið verður uppá glæsilegan þriggja rétta kvöldverð. Húsið opnar kl. 19 og verður fordrykkur í boði. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi mæta á svæðið og heiðursgestur kvöldsins verður nýr formaður flokksins, Bjarni Benediktsson. Áhugasamir geta tilkynnt þátttöku í síma 866 0267 eða 482 3450. (meira…)