Meðalfjöldi atvinnulausra á Suðurlandi í mars var 897 sem eru 55 fleiri einstaklingar en í febrúar. Flestir eru án atvinnu í sveitarfélaginu Árborg eða tæplega 500 manns. Samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum 14,3%, næst í röðinni er Höfuðborgarsvæðið þar sem atvinnuleysi var 9,5% í mars, þá Norðurland eystra með 8,8% atvinnuleysi og Suðurlandið kemur næst í röðinni með 7,4% atvinnuleysi. Minnst atvinnuleysi er á Vestfjörðum 2,3%.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst