Sjálfstæðisfélögin í Árborg standa fyrir hátíðarkvöldverði á Hótel Selfossi annað kvöld. Boðið verður uppá glæsilegan þriggja rétta kvöldverð. Húsið opnar kl. 19 og verður fordrykkur í boði. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi mæta á svæðið og heiðursgestur kvöldsins verður nýr formaður flokksins, Bjarni Benediktsson. Áhugasamir geta tilkynnt þátttöku í síma 866 0267 eða 482 3450.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst