Margrét markadrottning EM

Margrét Lára Viðarsdóttir framherji íslenska landsliðsins var markahæsti leikmaður Evrópumóts kvennalandsliða sem lauk með úrslitaleik Englands og Þýskalands í dag, þrátt fyrir að henni hafi ekki tekist að skora á lokamótinu. Margrét Lára skoraði í heildina 12 mörk í undankeppninni og það dugði henni til að vera markahæsti leikmaður mótsins. (meira…)

Bjóða upp á mat og skemmti­atriði á heims­mælikvarða

Þær verða ekki vestmannaeyskari skemmt­anirnar í Eyjum en lunda­böllin sem haldin eru á haustin. Félög bjargveiðimanna skiptast á um að halda ballið og nú er komið að Suðureyingum. Verður ballið í Höllinni 26. september og þar verður boðið upp á ­skemmtiatriði á heimsmælikvarða, matseðillinn er fjölbreyttur og þar er lundinn eðlilega efst á blaði. (meira…)

Eyjavík í nýtt húsnæði við Skólaveg

Þau Gréta Grétarsdóttir og Heið­ar Hinriksson, sem eiga verslun­ina Eyjavík, hafa nú flutt sig um set. Um nokkurt skeið hefur versl­unin verið við Vestmanna­brautina, í gömlu skóbúðinni, gegnt gamla apótekinu. En um síðustu mánaðamót fluttu þau verslunina að Skólavegi 13, þar sem margar verslanir hafa verið gegnum tíðina, síðast Ullarblóm. Gréta segir að þetta sé […]

Ekki formleg tillaga heldur innlegg í umræðuna

Forsvarsmenn Skipalyftunnar höfðu samband við ritstjórn Eyjafrétta.is vegna fréttar um málefni nýrrar skipalyftu sem birtist á vefnum í gær og var tekin af forsíðu Frétta. Þeir vildu koma eftirfarandi á framfæri. (meira…)

Spánarsnigill kominn til Eyja

Spánarsnigill er kominn til Vestmannaeyja en hann nam land á Íslandi árið 2003. Spánarsnigillinn er enginn aufúsugestur því hann er hinn mesti skaðvaldur á gróðri, stór og gráðugur. Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins, sagði að snigillinn hefði fundist á sólpalli við hús við Heiðarveg. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.