Spánarsnigill er kominn til Vestmannaeyja en hann nam land á Íslandi árið 2003. Spánarsnigillinn er enginn aufúsugestur því hann er hinn mesti skaðvaldur á gróðri, stór og gráðugur. Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins, sagði að snigillinn hefði fundist á sólpalli við hús við Heiðarveg.