Pálsstofa opnuð í Byggðasafninu

Pálsstofa verður opnuð á Byggða­safni Vestmannaeyja þann 6. nóvember í tengslum við Nótt safn­anna og Safnahelgi á Suðurlandi. Sýningin Heima og Heiman verður í anddyri, kjallara og aðalsal Safna­húss og er um lífshlaup Páls Stein­grímssonar, kennara, myndlistar- og kvikmyndatökumanns. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins, sagði undir­búning í fullum gangi og sjálf hefur hún staðið í […]

Atli ekki á leið í ÍBV

Atli Jóhannsson er ekki á leið heim í ÍBV. Þetta staðfesti Sigursveinn Þórðarson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV áðan en Eyjamenn höfðu rætt við Atla um að ganga í raðir síns gamla félags. Atli er hins vegar búsettur í Reykjavík og hyggst vera þar áfram, enn um sinn í það minnsta. (meira…)

Fjör í undankeppni Skólahreystis hjá GRV

Síðasta föstudag fór fram undankeppni í Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir Skólahreysti en keppnin fór fram í íþróttamiðstöðinni. Fjölmargir krakkar tóku þátt en keppt var í sex greinum, þremur hjá strákunum og þremur hjá stelpunum. Þeir sem lentu í þremur efstu sætunum í hverru grein komust í æfingahóp sem mun æfa reglulega fram að aðalkeppninni. Hægt er […]

Hávaða rok í Eyjum

Talsverður vindur er í Vestmannaeyjum þessa stundina og hefur verið síðan í nótt. Vindur mælist nú 33 metrar á sekúndu á Stórhöfða en í mestu hviðunum fer vindstyrkurinn upp í 44 metra á sekúndu. Á vindmæli í Vestmannaeyjabæ var meðalvindstyrkur klukkan 9.00 20 metrar á sekúndu en fór upp í 35 metra þegar mest var. […]

Atli hættur hjá KR-ingum

Knattspyrnumaðurinn Atli Jóhannsson sem hefur leikið með KR-ingum undanfarin þrjú ár mun ekki leika með liðinu á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vef félagsins. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.