Síðasta föstudag fór fram undankeppni í Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir Skólahreysti en keppnin fór fram í íþróttamiðstöðinni. Fjölmargir krakkar tóku þátt en keppt var í sex greinum, þremur hjá strákunum og þremur hjá stelpunum. Þeir sem lentu í þremur efstu sætunum í hverru grein komust í æfingahóp sem mun æfa reglulega fram að aðalkeppninni. Hægt er að sjá fleiri myndir hér að neðan.