0.71% af störfum á vegum íslenska ríkisins eru í Vestmannaeyjum – 125 talsins

Stöðugildi á vegum íslenska ríkisins, eru samtals 125 í Vestmannaeyjum. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherrra, við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur á Alþingi í dag. Heildarfjöldi stöðugilda hjá íslenska ríkinu er 17.701. Í Vestmannaeyjum eru því 0.71% af opinberum störfum. Íbúar hér eru 1.33% af heildaríbúafjölda landsins. (meira…)
Eyjapeyinn Stefán Jóhannesson fer fyrir samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu

Eyjapeyinn Stefán Haukur Jóhannesson,. verður aðalsamningamaður Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Stefán er sonur Jóhannesar Tómassonar frá húsinu Höfn sem stóð við Bakkastíg og Guðfinnu Stefánsdóttur frá húsinu Skuld sem stóð við Vestmannabraut. . – Stefán bjó í foreldrahúsum að Fífilgötu 8, allt þar til við tók framhaldsnám. Systkini hans eru Erna og […]
Ein líkamsárás kærð til lögreglu eftir helgina

Það var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið og um helgina enda fáir að skemmta sér. Að vanda hafði lögreglan öflugt eftirlit með veitingastöðum bæjarins og voru einhver brögð að því að þeir lokuðu ekki á tilsettum tíma. Þá þurfti lögregla að aðstoða borgarana vegna hinna ýmsu vandamála sem upp komu. (meira…)
Eyjamenn komnir í 32ja liða úrslit

Körfuknattleikslið ÍBV lagði í gær B-lið Grindavíkur í forkeppni Subwaybikarkeppninnar í körfubolta. Sigur Eyjamanna var afar sannfærandi en lokatölur urðu 79:63. Mestur varð munurinn 26 stig í fyrri hálfleik en heimamenn slökuðu á í þeim síðari, án þess þó að sigurinn hafi verið í hættu. 32ja liða úrslit hefjast svo um næstu helgi en bæði […]
Glæsileg dagskrá á Nótt safnanna

Senn líður að árlegri Nótt safnanna. Að vanda stendur mikið til og fyrsti viðburðurinn byrjar meira að segja strax á fimmtudeginum 5. nóvember, en þá opna Berglind Kristjáns og Sigga T sýningu og markað í Eyjabúð. Formleg setning hátíðarinnar er á föstudeginum 6. nóvember kl. 17.00 í Stafkirkjunni og eftir það rekur hver viðburðurinn annað […]
Prjónakaffi á Volcano Café á morgun

Prjónakaffi verður haldið á Volcano Café þriðjudagskvöldið 3. nóvember klukkan 20:30. Í Prjónakaffið mæta konur á öllum aldri til skrafs og ráðagerða varðandi allt sem snýr að handverki. Þar verður að finna allar heitustu sögurnar af prjónafréttum og kannski fær ein og ein utan prjónaheimsins að fylgja með. (meira…)
Vestmannaeyjabær nálægt landsmeðaltali

Árbók sveitarfélaga var á dögunum birt á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga en í árbókinni er að finna ýmsar upplýsingar um fjárhag og rekstur sveitarfélaga landsins. Meðal þess sem tekið er saman eru leikskólagjöld en samkvæmt árbókinni eru leikskólagjöld í Vestmannaeyjum við landsmeðaltalið. Tekin eru fyrir 54 sveitarfélög í úttektinni á leikskólagjöldum. (meira…)