Árbók sveitarfélaga var á dögunum birt á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga en í árbókinni er að finna ýmsar upplýsingar um fjárhag og rekstur sveitarfélaga landsins. Meðal þess sem tekið er saman eru leikskólagjöld en samkvæmt árbókinni eru leikskólagjöld í Vestmannaeyjum við landsmeðaltalið. Tekin eru fyrir 54 sveitarfélög í úttektinni á leikskólagjöldum.