Rændi rússneskum rúblum

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og nokkuð um að lögreglan þuftir að hafa afskipti af fólki í heimahúsum vegna kvartana um hávaða. Þá var eitthvað um stympinga við skemmtistaði bæjarins en þeir voru flestir leystir á staðnum, án afskipta lögreglu. (meira…)

Sókn og samstaða á nýjum tímum

Í upphafi árs 2010 eru ýmsar blikur á lofti. Erfiðleikar, órói, stefnuleysi, ótti og vantraust sem einkenndu 2009 mega ekki fylgja okkur inn í nýja árið. Við vitum að veturinn verður okkur efnahagslega erfiður. Við vitum að gjaldþrotum og uppboðum muni fjölga. Og við vitum að atvinnuleysi á landinu mun sennilega aukast. Við erum einnig […]

Sex á landsliðsæfingar

Sex stúlkur hjá ÍBV-íþróttafélagi tóku þátt í landsliðsæfingum. Fjórar fóru á landsliðsæfingar í fótbolta og þrjár í handbolta. Sigríður Lára Garðarsdóttir var valin bæði á æfingu hjá U-17 ára landsliðsins í knattspyrnu og U-16 ára landsliðsins í handbolta. (meira…)

Silfur Egils og að skilja upp eða niður

Var að horfa á endursýninguna á Silfrinu og þar var margt forvitnilegt eins og svo oft. Fyrst og fremst er ég steinhissa á Icesave-umræðunni. Nú koma menn fram úr öllum skúmaskotum og segja að við berum jafnvel ekki ábyrgð á þessum kröfum breta og hollendinga. Það séu a.m.k. miklar efasemdir um það. Já, þetta er […]

Margrét Lilja tók við umsjón Fiskasafnsins

Um síðustu áramót, tók Þekkingarsetur Vestmannaeyja yfir rekstur Náttúrgripa- og fiskasafnsins, samkvæmt rekstrarsamningi sem gerður var við Vestmannaeyjabæ. Kristján Egilsson, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns safnsins í áratugi, lét af störfum um áramótin vegna aldurs. Margrét Lilja Magnúsdóttir starfsmaður hjá Þekkingarsetrinu tók við daglegri umsjón safnsins. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.