Var að horfa á endursýninguna á Silfrinu og þar var margt forvitnilegt eins og svo oft. Fyrst og fremst er ég steinhissa á Icesave-umræðunni. Nú koma menn fram úr öllum skúmaskotum og segja að við berum jafnvel ekki ábyrgð á þessum kröfum breta og hollendinga. Það séu a.m.k. miklar efasemdir um það. Já, þetta er mjög athyglisvert og íslendingar hafa verið með sína helstu sérfræðinga í málinu í 12-16 mánuði. Að þessi skoðun hafi ekki komist ofar á yfirborðið nema sem einhvers konar sérvitringsboðskapur nokkurra manna.