Endurmeta þörf á plóg og dælubúnaði

Verið er að meta breytingar á sandburði í og við Landeyjahöfn. Hann hefur minnkað mikið og hugsanlegt að hann verði nær þeim áætlunum sem gerðar voru upphaflega. Því þurfi að endurmeta þörf á sjálfvirkum dælubúnaði fyrir höfnina og einnig hvort kaupa eigi plóg í samvinnu við Vestmannaeyjabæ. (meira…)

Opin borgarafundur um umhverfismál á morgun

Á morgun, fimmtudag, verður haldinn opinn borgarafundur um umhverfismál í Höllinni. Fundurinn er á vegum Umhverfisstofnunar og hefst klukkan18:00. Kristín Linda Árnadóttir, Sigríður Kristjánsdóttir og Kristinn Már Ársælsson frá stofnuninni munu halda framsögu, auk þeirra Þorsteinn Ólafsson frá Matvælastofnun og Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. (meira…)

Ekki dýpkað í Landeyjahöfn í morgun

Ekki hefur verið dýpkað í Landeyjahöfn í morgun vegna sjólags en dælt var úr höfninni fram á kvöld í gær. Þá voru um 1.000 rúmmetrar af gosösku fjarlægðir, samtals hefur um 2.000 rúmetrum verið dælt úr höfninni undanfarna daga. (meira…)

Landeyjahöfn ekki opnuð í vikunni

Landeyjahöfn verður líklega ekki opnuð í vikunni að mati Siglingastofnunar þar sem dýpkun hennar gengur hægt. Aldrei áður hefur höfnin verið lokuð svo lengi sem nú. Búið er að fjarlægja um þriðjung jarðefna sem þarf til að opna höfnina aftur fyrir siglingar Herjólfs. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.