Landeyjahöfn verður líklega ekki opnuð í vikunni að mati Siglingastofnunar þar sem dýpkun hennar gengur hægt. Aldrei áður hefur höfnin verið lokuð svo lengi sem nú. Búið er að fjarlægja um þriðjung jarðefna sem þarf til að opna höfnina aftur fyrir siglingar Herjólfs.