Framkvæmdir við Herjólf ganga vel

Herjólfsmenn sendu Eyjafréttum myndir og fréttir af gangi mála en farþegaferjan Herjólfur er nú í slipp í Óðinsvéum í Danmörku. Áætlað er að skipið hefji aftur siglingar milli lands og Eyja í lok september en á meðan mun Breiðafjarðarferjan Baldur sinna siglingum milli lands og Eyja. Myndir og fréttir af framkvæmdunum í Danmörku má sjá […]

Rólegt fyrir utan tvö fíkniefnamál

Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni sem leið hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en að kvöldi 8. september sl. voru tveir aðilar um tvítugt, sem voru að koma til Eyja með Baldri stöðvaðir af lögreglu eftir að fíkniefnaleitarhundurinn Luna gaf til kynna að þeir væru með fíkniefni meðferðis. Annar þessara aðila reyndist vera með um 17 […]

�?rjár í úrvalsliði 10. til 18. umferðar

Í hádeginu var tilkynnt um úrvalslið 10. til 18 umferðar í Pepsídeild kvenna. Þrír leikmenn ÍBV eru í liðinu, þær Berglind Björg Haraldsdóttir, markvörður, Elísa Viðarsdóttir, varnarmaður og sóknarmaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Þá er Eyjastelpan Fanndís Friðriksdóttir einnig í liðinu en hún hefur undanfarin ár leikið með Breiðabliki. Liðið má sjá hér að neðan. (meira…)

Mikill áhugi á fastalandinu fyrir leik ÍBV og KR

Mikill áhugi virðist vera fyrir leik ÍBV og KR næsta sunnudag. ms. Baldur er fullur báðar ferðirnar fyrir leikinn, en hann tekur 190 farþega í ferð, auk þess sem einhverjir koma með flugi. Margir sem ætluðu sér til Eyja á leikinn eiga þess þvi ekki kost, nema Baldur verði látinn sigla aukaferð á sunnudaginn. Er […]

Vestmannaey VE fiskaði fyrir 830 milljónir króna í fyrra

Tuttugu og tveir bátar fiskuðu fyrir meira en hálfan miljarð króna hver á árinu 2010 samanborið við þrettán báta árið 2009 og sex báta árið 2008. Þrír efstu bátarnir voru allir á togveiðum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. (meira…)

Lundasumarið 2011 – seinni hluti

Ótrúlega margt búið að gerast undanfarnar vikur í lundamálum Eyjamanna, en ég er búinn að bíða með að skrifa þessa seinni grein í von um að hér sæjust einhverjar pysjur. Því miður virðist sú von ætla að bregðast, en er samt í samræmi við spá mína frá því í vor. (meira…)

Eitt ótrúlegasta högg sögunnar í Vestmannaeyjum í gær

Það virðast engin takmörk fyrir því sem getur komið fyrir á golfvellinum. Í gær voru nokkrir kylfingar úr Stykkishólmi að spila á vellinum. Sigtryggur var að pútta á 8. flöt, sem er par 4 og um 240 metrar af gulum teigum, þegar hann fékk golfbolta í sig af miklu afli. Félagi hans úr Stykkishólmi, Pétur […]

Mín bestu ár sem þjálfari átti ég hjá ÍBV

Magnús Gylfason, sem mun taka við þjálfun ÍBV eftir tímabilið sagðist í samtali við Eyjafréttir í gærkvöldi vera spenntur fyrir nýju verkefni. „Ég var svo sem ekkert á leiðinni í að fara þjálfa í úrvalsdeild. Ég er í mjög góðu starfi hérna hjá Haukum, vinn í fimm mínútna fjarlægð frá Ásvöllum og leið mjög vel […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.