Herjólfsmenn sendu Eyjafréttum myndir og fréttir af gangi mála en farþegaferjan Herjólfur er nú í slipp í Óðinsvéum í Danmörku. Áætlað er að skipið hefji aftur siglingar milli lands og Eyja í lok september en á meðan mun Breiðafjarðarferjan Baldur sinna siglingum milli lands og Eyja. Myndir og fréttir af framkvæmdunum í Danmörku má sjá hér að neðan.