Umræða um fiskveiðistjórnun í stað glasastorms í stjórnarráðinu

Nærri þrjár vikur eru nú liðnar síðan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti birti á vefsíðu sinni tillögur starfshóps að breytingum á lögum um fiskveiðistjórnun. Líklega hefur engin birting á vef Stjórnarráðsins fengið viðlíka auglýsingu eins og hér varð þegar hæstvirtur forsætisráðherra kynnti málið fyrir alþjóð í sunnudagshádeginu 27. nóvember. (meira…)
Hundur ók aftan á kyrrstæðan bíl

Bíl var ekið aftan á annan, kyrrstæðan bíl við verslunina Vöruval í dag. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þegar að var komið, sat hundur við stýrið á bílnum sem ók aftan á hinn. Eigandi bílsins, sem ekið var á, hafði farið inn í verslun Vöruvals til að […]
Landflutningar-Samskip styrkja ÍBV

Starfsfólk Landflutninga-Samskip í Eyjum er sannarlega í jólaskapi. Fyrirtækið ætlar að styrkja barna- og unglingastarf hjá ÍBV-íþróttafélagi með því að gefa andvirði pakkasendinga fyrir jólin, til félagsins. Stuðningsmenn félagsins ættu því að hafa það hugfast þegar kemur að því að senda jólapakkana upp á land. (meira…)
Alvarleg líkamsárás í heimahúsi

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og fór töluverður tími í að aðstoða borgarana vegna þeirrar ófærðar sem voru á götum bæjarins enda töluverð ofankoma og skafrenningur sem gengið hefur yfir Eyjarnar undanfarna daga. Þá var töluvert að gera í kringum skemmtanahald helgarinnar og nokkuð um pústra. (meira…)
Bingó í Týsheimilinu í kvöld

Krakkarnir í 3. flokki karla og kvenna í fótbolta hjá ÍBV halda bingó í Týsheimilinu í kvöld, þriðjudag klukkan 19:30. Ágóði þess rennur beint í ferðasjóð flokksins en stefnan hefur verið tekin á Svíþjóð næsta sumar. Eins og alltaf verða veglegir vinningar í boði og sjoppa á staðnum. (meira…)
Hver miði á Sinfóníuna er niðurgreiddur um 9400 krónur af skattgreiðendum

Fjárlögin eru fyrir marga hluti athyglisverð. Með því að rýna í þau er hægt að glöggva sig á því hvernig okkar sameiginlegi sjóður er látin niðurgreiða hina og þessa þjónustuna. Ekki er að efast um að nánast öll þau verkefni sem ríkið velur að verja fé til eru af hinu góða. Það breytir því ekki […]
Herjólfur siglir til �?orlákshafnar í dag

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar 13. desember. Ástæðan er dýpi í Landeyjahöfn og að ekki hefur tekist að mæla það með fullnægjandi hætti. Aðstæður geta þó breyst hratt og við þeim munum við bregðast og senda þar að lútandi tilkynningar á neðangreinda staði um leið og einhverjar breytingar verða ákveðnar. (meira…)