Starfsfólk Landflutninga-Samskip í Eyjum er sannarlega í jólaskapi. Fyrirtækið ætlar að styrkja barna- og unglingastarf hjá ÍBV-íþróttafélagi með því að gefa andvirði pakkasendinga fyrir jólin, til félagsins. Stuðningsmenn félagsins ættu því að hafa það hugfast þegar kemur að því að senda jólapakkana upp á land.