Hver miði á Sinfóníuna er niðurgreiddur um 9400 krónur af skattgreiðendum
13. desember, 2011
Fjárlögin eru fyrir marga hluti athyglisverð. Með því að rýna í þau er hægt að glöggva sig á því hvernig okkar sameiginlegi sjóður er látin niðurgreiða hina og þessa þjónustuna. Ekki er að efast um að nánast öll þau verkefni sem ríkið velur að verja fé til eru af hinu góða. Það breytir því ekki að þegar árar eins og nú er þörf á forgangsröðun. Þá þarf að líta til þess hvað kosta hin og þessi verkefni.