�?ruggur sigur ÍBV í fyrsta leik

ÍBV lagði Víking Ólafsvík að velli í dag en lokatölur urðu 61:97. Eins og lokatölurnar gefa til kynna, var sigur Eyjamanna mjög sannfærandi en staðan eftir 1. leikhluta var 11:21, eftir 2. leikhluta 24:49, eftir 3. leikhluta 44:67 og lokatölur eins og áður sagði 61:97. (meira…)
Hermann skrifaði undir tveggja ára samning

Hermann Hreiðarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning hjá ÍBV. Munnlegt samkomulag þess efnis lág fyrir fljótlega eftir að leiðir ÍBV og Magnúsar Gylfasonar skildu en Hermann lék upp í gegnum alla yngri flokka ÍBV og svo með meistaraflokki, áður en hann var seldur til Crystal Palace haustið 1997. (meira…)
Húsin í hrauninu

Í dag, laugardaginn 16. október kl. 16-17 mun Arnar Sigurmundsson kynna í Einarsstofu í Safnahúsinu afmælisverkefni Visku sem hann ásamt Þórunni Jónsdóttur mun stýra. Námskeiðið ber heitið Húsin í hrauninu og er haldið í tilefni af því að brátt eru 40 ár liðin frá upphafi og lokum eldgossins í Heimaey 1973. Þá fagnar Viska tíu […]
Vantar hressa Eyjakonu í kynningarherferð

Ásdís Loftsdóttir, fatahönnuður sem rekur verslunina Studio 7 við Heiðarveg auglýsti í síðasta tölublaði Frétta, undir fyrirsögninni: „Er smá tískugen í þér?“ Blaðamanni lék forvitni á, hvað væri verið að auglýsa. (meira…)
Varla klárað fyrir áramót

Á dögunum var útrásarlögn fráveitukerfis Vestmannaeyjabæjar, sem unnið hefur verið að í sumar, komið fyrir út frá Eiði. Lögnin nær rúma 200 metra út frá landi og liggur niður á um 11 metra dýpi. Ólafur Þór Snorrason,framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs segir að verkið hafi gengið mjög vel. (meira…)