Höfnuðu tilboði í Gunnar Heiðar

Sænska knattspyrnufélagið Norrköping hefur hafnað tilboði í sóknarmanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem varð næstmarkahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta ári með 17 mörk. Gunnar staðfesti þetta við Norrköpings Tidning í dag en kvaðst ekki vita um hvaða lið væri að ræða. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Norrköping sem hafnaði í 5. […]
Eyjamenn yfirtaka höfuðborgarsvæðið

Það verður mikið líf og fjör laugardaginn 26. janúar þegar fram fara tveir tónlistarviðburðir í tilefni af því að 40 verða liðin frá upphafi Heimaeyjargossins. Í Hörpu verða stórtónleikarnir Yndislega Eyjan mín 40 árum síðar og síðar sama kvöld verður slegið upp stórdansleik á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi þar sem margar af þekkustu hljómsveitum og […]
Simona í úrvalsliði fyrri umferðar

HSÍ tilkynnti í hádeginu val á liði fyrri umferðar Íslandsmótsins í N1. deild kvenna. ÍBV á einn fulltrúa í liðinu, Simona Vintale miðjumaður, sem hefur farið á kostum í vetur og sýnt að hún hefur engu gleymt frá því að hún var hér fyrir sjö árum síðan. Markvörður Vals og íslenska landsliðsins, Guðný Jenný Ásmundsdóttir […]
Vill láta reisa minnisvarða til heiðurs allra sem komu að hjálparstarfi í gosinu og eftir það

Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir rifjar upp gosnóttina í ítarlegum pistli á bloggsíðu sinni sem má nálgast með því að smella hér. Frásögnin er mjög áhugaverð en ekki síður sú hugmynd sem hún varpar fram í athugasemdarkerfi síðunnar en Kolbrún Harpa vill láta reisa minnisvarða til heiðurs allra þeirra sem komu að björgun og hjálparstarfi á meðan […]
Hvetjum bæjarbúa og gesti til að taka virkan þátt í dagskrá í tilefni 23. janúar

Dagskrá Þakkargörðar 23. janúar er á www.vestmannaeyjar.is. Fyrsti viðburður dagsins verður fjölteflið í Akóges kl. 13.00. Fjölteflið er ekki bara áhugavert fyrir þá sem vilja etja kappi við stórmeistarann, áhorfendur eru líka hjartanlega velkomnir. Kl. 15.00 verður 80 ára afmælis Sjóveitunnar og gömlu sundlaugarinnar minnst með afhjúpun skiltis við Skansinn. Kl. 16.00 verður svo kynnt […]
Sinnir greiningu, fræðslu og ráðgjöf í skólunum

Tinna Tómasdóttir, talmeinafræðingur, hefur verið ráðin í hlutastarf hjá bænum og mun sinna greiningu, fræðslu og ráðgjöf í skólunum. Utan þess ætlar hún að bjóða upp á þjónustu fyrir almenning þannig að þeir sem áður hafa þurft að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur geta nú leitað til hennar. (meira…)
Magnað myndband frá upphafi gossins

Hallgrímur Tryggvason birtir á faceboosíðunni 1973 í bátana, magnað myndband sem tengdafaðir hans, Sævald Pálsson tók 23. janúr 1973. Í myndbandinu, sem má sjá hér að neðan, má sjá myndir frá fyrsta degi gossins, hvernig sprungan teigði sig frá norðri og til suðurs eftir austanverðri Heimaey en sjón er sögu ríkari. Þess má geta að […]
Landsliðsmarkvörður Púertó Ríkó æfir með ÍBV

Eric Reyes, landsliðsmarkvörður Púertó Ríkó, er mættur til landsins en hann verður á reynslu hjá ÍBV næstu daga. Þetta staðfesti Óskar Örn Ólafsson formaður knattspyrnudeildar í samtali við Fótbolta.net í dag. Reyes mun æfa með Eyjamönnum og spila með liðinu gegn ÍA í Fótbolta.net mótinu á laugardag. (meira…)
Harður markaður og ef þú ert ekki á tánum verðurðu undir í baráttunni

Það eru mikil umskipti hjá Grími Gíslasyni frá því að reka veisluþjónustu í kjallaranum heima hjá sér og að vera kominn í 1000 fermetra húsnæði við Hlíðarveginn þar sem framleidd eru þrjú til fjögur tonn af tilbúnum fiskréttum á dag og aðstaða fyrir fiskvinnslu. Nú eru réttir frá Grími kokk seldir um allt land en […]
Vor í lofti og nýjustu kjaftasögurnar

Það er farið að birta að degi og ég tók eftir því í gær að það var bjart alveg fram undir sex um kvöldið. Einnig hef ég tekið eftir því að undanförnu á sjónum, í þessu hlýindaskeiði, að svartfuglinn er mættur á hafið við Eyjar, svo vorið er ekki svo langt undan. (meira…)