Hvetjum bæjarbúa og gesti til að taka virkan þátt í dagskrá í tilefni 23. janúar
22. janúar, 2013
Dagskrá Þakkargörðar 23. janúar er á www.vestmannaeyjar.is. Fyrsti viðburður dagsins verður fjölteflið í Akóges kl. 13.00. Fjölteflið er ekki bara áhugavert fyrir þá sem vilja etja kappi við stórmeistarann, áhorfendur eru líka hjartanlega velkomnir. Kl. 15.00 verður 80 ára afmælis Sjóveitunnar og gömlu sundlaugarinnar minnst með afhjúpun skiltis við Skansinn. Kl. 16.00 verður svo kynnt ný bók eftur Sigga á Háeyri í Eymundsson.