Meiri kvóta inn á strandveiðiflotann strax

Stjórn Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, SF�? fagnar niðurstöðum marsralls Hafrannsóknarstofnunar, sem leiddi í ljós að stofnstærð botnfiska á Íslandsmiðum hefur aldrei mælst sterkari frá því mælingar hófust 1985. Einsýnt er að þessi mikla stofnstærð kallar á aukningu kvóta þegar í stað. Hagsmunir þjóðarbúsins eru miklir. �?á lýsir stjórn SF�? furðu sinni á ummælum Kolbeins Árnasonar, […]

Segist hafa stundað sölu og dreifingu undanfarna mánuði

Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á um hálft kíló af maríhúana við húsleit í heimahúsi í Vestmannaeyjum í gærkvöldi eftir að hafa fengið upplýsingar um að húsráðandi væri viðriðnn sölu fíkniefna. Einnig var lagt hald á áhöld til sölu og neyslu fíkniefna auk þess sem nokkuð magn af peningum voru haldlagðir. Við leitina naut lögreglan […]

�?essi viðskilnaður er ekki boðlegur

Í maí árið 2013 veitti umhverfis- og skipulagsráð leyfi til fyrirtækisins Ludus, til að starfrækja litboltavöll við sunnanverðan Ofanleitishamar, á svonefndum Töglum. �??Ráðið samþykkir leyfi til 1.9.2013. Ráðið felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfisbréf sbr. umræður á fundinum. Ráðið leggur áherslu á góða umgengni og áskilur sér rétt til að láta þrífa svæðið og nærumhverfi […]

Ferðaþjónustunni blæðir

Ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum blæðir þegar samgöngurnar eru eins og staðan er nú. Veitingastaðir og hótel fá afbókanir daglega, stórir hópar sem hafa boðað komu sína finna sér nýja áfangastaði því enginn vill sigla í �?orlákshöfn í þrjá tíma í úreltu skipi og eins og við vitum þá er það ekki bara tap fyrir þá heldur […]

Uppfært: 4. flokkur kvenna mætir Selfossi á morgun

Stelpurnar á eldra ári í 4. flokki kvenna mæta Selfossi í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins á morgun, þriðjudag en leikurinn hefst klukkan 16:30. Stelpurnar þurfa á öllum stuðningi að halda til að komast áfram í undanúrslitinn. Leikurinn átti að fara fram í dag en ófært var til Eyja og verður leikurinn því á morgun. Stelpurnar urðu […]

Björn Thors og Kenneth Máni á Háaloftinu -Forsala í Tvistinum

Sýningin Kenneth Máni var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í haust og hefur verið sýnd um 70 sinnum við mikið lof 20.000 sýningargesta. Höfundar sýningarinnar eru Björn Thors sem fer með hlutverk Kenneths Mána, Jóhann �?var Grímsson sem skrifaði, ásamt fleirum, Næturvaktina, Dagvaktina og Fangavaktina og Saga Garðarsdóttir uppistandari og meðhöfundur síðasta áramótaskaups. Björn og �?var byrjuðu […]

Sanddæla

Þeir eru margir sem eru að klóra sér í hausnum yfir hrakförum Landeyjahafnar. Einn áhugasamur Eyjamaður benti Eyjar.net á almennilega dælu sem hönnuð væri í að dæla upp sandi. Lét hann neðangreint myndband fylgja með og sagði að þarna væri um öfluga dælu að ræða sem vafalaust myndi nýtast vel í og við Landeyjahöfn. Nánar […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.