Stjórn Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, SF�? fagnar niðurstöðum marsralls Hafrannsóknarstofnunar, sem leiddi í ljós að stofnstærð botnfiska á Íslandsmiðum hefur aldrei mælst sterkari frá því mælingar hófust 1985. Einsýnt er að þessi mikla stofnstærð kallar á aukningu kvóta þegar í stað. Hagsmunir þjóðarbúsins eru miklir. �?á lýsir stjórn SF�? furðu sinni á ummælum Kolbeins Árnasonar, framkvæmdastjóra SFS, sem telur ekki rétt að auka kvóta á þessu fiskveiðiári.
Svo kann að vera að stórútgerðin telji sig ekki þurfa meiri aflaheimildir á þessu kvótaári. �?fremdarástand hefur verið á fiskmörkuðum í allan vetur m.a. vegna ógæfta. Lítið magn af sjávarfangi hefur verið á mörkuðum og framboð mjög sveiflukennt frá degi til dags. Nú fara í hönd strandveiðar sem hafa undanfarin ár skaffað fisk inn á ferskfiskmarkaði yfir sumartímann þannig að fyrirtæki sem stunda ferskfiskvinnslu geta tryggt ferskt íslenskt sjávarfang inn á dýrustu markaði erlendis allt árið.
�?essi aukning nýtist öllum fyrirtækjum sem vinna ferskfisk yfir sumartímann og afla aukinna gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. �?jóðarbúið má ekki við því að láta þröngan hóp stýra þessum miklu hagsmunum þjóðarinnar. Stjórn SF�? skorar á sjávarútvegsráðherra að gefa út auknar aflaheimildir strax á þessu kvótaári. Frekari upplýsingar