Skipstjóri og yfirvélstjóri ráðnir á nýjan Herjólf

Í dag var gengið frá ráðningu fyrsta skipstjóra á nýjan Herjólf. Á grundvelli ráðningarferlis og ráðgjafar Capacent, sem sá um ferlið, var Ívar Torfason ráðinn í starfið. Mun Ívar fara til Póllandsum miðjan ágúst til að fylgjast með lokafrágangi smíði nýja Herjólfs og sigla honum heim til Eyja þegar að hann verður afhentur. Um er […]

10 milljarða múrinn rofinn hjá Vestmannaey VE

Vestmannaey VE kom úr sinni 44. veiðiferð á árinu sl. þriðjudagskvöld. Skipið var með fullfermi af ýsu og þorski eða um 70 tonn. Þessi veiðiferð var merkileg að því leyti að með henni fór aflaverðmæti skipsins yfir 10 milljarða múrinn en afli skipsins á þeim rúmlega 11 árum sem það hefur verið gert út er […]

Fyrsta makrílnum landað

Fyrsta makrílfarmur sumarsins var landað í dag og var það Guðrún Þorkelsdóttir SU sem kom með hann. En Huginn er með Guðrúnu á leigu á meðan breytingar eru gerðar á skipi þeirra úti í Póllandi. Guðmundur Ingi Guðmundsson skipstjóri sagði, í samtali við mbl.is að þeir hefðu veitt 160 tonn af makríl suður af Vestmannaeyjum […]

Yfirlýsing frá þjóðhátíðarnefnd varðandi hvítu tjöldin

Við umsóknir um lóðir fyrir hvít tjöld í dalnum urðu þau leiðu mistök að tekið var út af kortareikningum umsækjanda.  Þeir sem lentu í því að gjaldfært var af kortum þeirra fyrir lóðum munu fá það bakfært inn á kortin sín eftir hádegi í dag og ný heimild verður tekin frá.   SMS verður sent þessu […]

Sísí snýr aftur í landsliðið

Greint var frá á dögunum að Freyr Alexandersson þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu hafði valið Sigríði Láru Garðarsdóttur, leikmann ÍBV, á ný í landsliðshóp sinn. Sísí gat ekki tekið þátt í síðustu tveimur landsliðsverkefnum vegna veikinda en hún greindist með liðagigt í september. Í dag er hún einkennalaus og tilbúin til að taka slaginn með […]

Lundaveiði veður

Það má með sanni segja að í sumar hafi ríkt sannkallað lundaveiði veður, en í flestum fjöllum og úteyjum í Vestmannaeyjum er einmitt besta veiðin í suðlægum áttum, en þetta tíðarfar er orðið ansi leiðinlegt, en ég man þó mörg ár þar sem mikið var um suðlægar áttir og lægðagang, en kannski má segja sem […]

Sirrý í Gíslholti – minning

Þegar sólin stígur upp yfir jökulinn og geislar hennar glæða Eyjarnar lífi, kviknaði á deginum. Grænahlíðin og austurbærinn, veröld sem var, vaknaði til lífsins og öldurnar sem í milljónatali svella að brjósti Eyjanna austur á Urðum í taktföstum dansi við klappirnar var undraveröld. Leiksvæði okkar peyjanna í austurbænum. Í Grænuhlíðinni reis upp önnur sól á […]

Fara út og spila fyrir ÍBV og bara njóta

Eyjamenn eru eðlilega vonsviknir eftir slæma útreið í evrópuleiknum á Hásteinsvelli í gær. „Þetta er of stórt. Þetta er ekki svona mikill munur á þessum liðum. Ég talaði við nokkra í liðinu þeirra fyrir leik og þeir voru skíthræddir að koma hingað. Við ákváðum það að mæta þeim hérna í byrjun og pressa vel á þeim,”  […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.