Ísfélagið kaupir vinnslubúnað af Marel

Ísfélag Vestmannaeyja hefur skrifað undir samning við Marel um kaup á FlexiCut vatnskurðarvél og öðrum búnaði sem settur verður upp í fiskvinnslu fyrirtækisins í Vestmannaeyjum. Skrifað var undir samninginn á sjávarútvegsýningunni í Brussel í dag. FlexiCut vatnskurðarvélinni fylgir FleXitrim forsnyrtilína og FlexiSort afurðardreifing. Vinnslubúnaðurinn býr yfir mikilli sjálfvirkni og eykur afkastagetu í vinnslu og gæði […]
Hreinsunardagur og einn poki af rusli

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni var farið yfir svæði, lóðir og fasteignir þar sem úrbóta er talin þörf. Einnig liggur fyrir tillaga af bréfi til ábyrgðaraðila og almennt tilmælabréf til aðila í atvinnurekstri. Þá voru lagðar fram dagsetningar og verklag í komandi vorhreinsunarátaki. Í fundargerð kemur fram að ráðið feli starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasvið í samvinnu […]
Kvikmyndahátíð dagur tvö – Tyrkjaránið

Á öðrum degi Kvikmyndahátíðar, fimmtudeginum níunda maí er leitað enn aftar í tímann, til ársins 1627 þegar sýnd verður heimildarmynd um Tyrkjaránið. Myndin er um einn átakamesta og sérstæðasta atburð Vestmannaeyja og landsins alls. Að baki myndinni liggur margra ára heimildavinna og undirbúningur. Myndin er tekin á söguslóðum í Vestmannaeyjum og í tíu öðrum löndum […]
Oddfellowstúkan Vilborg kom færandi hendi

Í tilefni af 200 ára afmæli Oddfellow reglunnar kom systrastúkan Vilborg færandi hendi og gaf Sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum sex vökvateljara, tvær veglegar stangir og vökvasett. Það er ómetanlegt fyrir Sjúkradeildina að fá þessar góðu gjafir sem eiga eftir að nýtast við lyfja, vökva og blóðgjafir í æð. Arna Huld Sigurðardóttir og Iðunn Dísa Jóhannesdóttir […]
Tyrkjaránið, heimildamynd frá árinu 2002

Á öðrum degi kvikmyndahátíðar, fimmtudaginum 9. maí er leitað enn aftar í tímann en í gær. Nú er leitað aftur til ársins 1627 þegar sýnd verður heimildarmynd um Tyrkjaránið. Myndin er um einn átakamesta og sérstæðasta atburð Vestmannaeyja og landsins alls. Að baki myndinni liggur margra ára heimildavinna og undirbúningur. Myndin er tekin á söguslóðum í […]