Byrja að sigla nýju ferjunni í næsta mánuði

„Áhöfn mun fara út á helginni og eftir helgi til að undirbúa heimsiglingu til Vestmannaeyja,“ sagði Guðbjartur Ellertsson framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir í dag, en samningar náðust á milli Vegagerðarinnar og Crist S.A. um afhendingu nýrrar Vestmannaeyjaferju í gær. „Ég geri ráð fyrir að undirbúningur taki einhverja daga en stefnt er að því að […]

Greiðsluþátttaka vegna tæknifrjóvgunar aukin umtalsvert

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um aukna greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í kostnaði þeirra sem fara í tæknifrjóvgun. Þegar reglugerðin tekur gildi verður greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna tæknifrjóvgunar orðin meiri en hún hefur áður verið. „Það er ánægjulegt að geta gert þessa breytingu, því hún jafnar aðgengi fólks að mikilvægri þjónustu“ segir ráðherra í […]

Nú er lögð áhersla á blandaðan afla

Veiðin hjá Vestmannaey VE og Bergey VE hefur verið góð það sem af er mánuði. Skipin hafa fengið yfir 700 tonn en þau hafa lagt áherslu á að fiska annað en þorsk. Þau hafa veitt löngu, lýsu, steinbít og kola, en nú hafa þau hafið ýsuveiðar. Slegið var á þráðinn til Jóns Valgeirssonar skipstjóra á […]

Danssýning GRV á morgun

Á morgun er hin árlega danssýning GRV í íþróttahúsinu. Það eru 1-5. bekkur sem munu sýna dans og hefst sýningin klukkan kl. 16:30. Á föstudaginn er opið hús í sal Barnaskólans frá kl. 10-12 þar sem nemendur í 10. bekk sýna lokaverkefnin sín. (meira…)

Stórsigur á Stjörnunni

ÍBV tók á móti Stjörnunni úr Garðabæ í leik í Pepsi Max-deild kvenna í gærkvöldi. Það tók ÍBV aðeins níu mínútur að setja fyrsta markið. Cloé Lacasse opnaði þá markareikning kvöldsins er hún skoraði eftir sendingu frá Sesselju Líf Valgeirsdóttur. Á 27. mínútu fékk ÍBV svo víti en Birta Guðlaugsdóttir, markverður Stjörnunnar gerði sér lítið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.