Svartfuglinn settist upp í Ystakletti í Eyjum í gær

Svartfuglinn settist upp í Ystakletti í Vestmannaeyjum í gær. Það hefur ekki gerst jafn snemma ársins í meira en 100 ár. Sigurgeir Jónasson ljósmyndari hefur fylgst með komutíma svartfuglsins í yfir 70 ár og faðir hans, Jónas Sigurðsson frá Skuld, gerði það einnig áratugum saman. Þeir hafa því skráð komutíma svartfuglsins í meira en 100 […]
Skólagjöld áfram meðal lægstu á landinu

Ný verðkönnun á skóladagvistun og skólamat hjá ASÍ var birt í dag. Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára en voru alltaf um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu mest, um 10,1%. Hækkunin nemur 3.875 kr. á mánuði eða 34.875 kr. […]
Veðurathuganir á Eiði kosta milli 50 og 60 milljónir

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni var til umræðu minnisblað frá Eflu verkfræðistofu vegna veðurathugana í tengslum við hugsanlegan stórskipakant við Eiði. Fram kemur í minnisblaðinu að töluveða rannsóknir þurfa að eiga sér stað áður en niðurstaða liggur fyrir. Siglingastofnun, nú Vegagerðin, hóf vatnslíkanaskoðun á hafnarmannvirkjum norðan við Eiðið árið 1990. Á árunum 2009 […]
Drög að athafnasvæði við Dalaveg

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hefur samþykkt að kynna tillögu að deiliskipulagi skv. 40. gr. laga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag á athafnasvæði AT-3 við Dalaveg (norðan við flugvallarlandið) Skipulagsdrög eru nú kynnt fyrir hagsmunaaðilum, umsagnaraðilum og almenningi. Helsta markmið með gerð nýs deiliskipulags er að fjölga lóðum fyrir blandaða atvinnustarfsemi í Vestmannaeyjum, með það […]