Lokað fyrir heimsóknir á HSU

Í ljósi þess að upp hefur komið samfélagssmit COVID-19 veirunnar á Íslandi og lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna þá hefur framkvæmdastjórn HSU tekið þá ákvörðun að frá og með í kvöld 6. mars verði allar legudeildir HSU lokaðar gestum allan sólarhringinn nema í sérstökum undantekningatilvikum. Þetta er gert með hagsmuni skjólstæðinga í huga, þ.e.a.s. til að vernda viðkvæma […]
Sjáum okkur ekki fært að spila handboltaleik á morgun

Yfirlýsing frá Leikfélag Vestmannaeyja Það er útbreiddur misskilningur að Leikfélag Vestmannaeyja ætli sér að spila handboltaleik á morgun. Við sjáum okkur því miður ekki fært að senda lið þar sem við stöndum í ströngum æfingum á grínsöngleiknum SPAMALOT. Í okkar stað mun meistaraflokkur ÍBV í handbolta spila til úrslita gegn Stjörnunni frá Garðabæ í Laugardalshöll […]
Verkfall hefði mikil áhrif á starfsemi sveitarfélagsins

Í morgun sögðum við frá áhrifum hugsanlegra verkfallsaðgerða BSRB (Stavey), á starfsemi Grunnskóla Vestmannaeyja. Það er þó ekki eina starfsemin sem skerðist í Eyjum. „Komi til verkfalla mun það hafa mis mikil áhrif á starfsemi sveitarfélagsins allt frá því að starfsemin lokist alveg til lítillar eða engrar skerðingar,“ segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. „Forstöðumenn þeirra […]
Enn finnast olíublautir fuglar við suðurströndina

Líkt og Eyjafréttir hafa greint frá hefur mikið borið á olíblautum fuglum við og í kringum Eyjar undanfarið. Einnig hafa fundist olíublautir víðar við suðurströndina, í Reynisfjöru og Víkurfjöru en óljóst er þó hvort þessi mál tengist. Fjöldi fugla sem fundist hefur á þessum stöðum skiptir nú nokkrum tugum. „Umhverfisstofnun vinnur áfram í því að […]
SASS ferð til Danmerkur frestað vegna kórónuveirunnar

Heimsókn sveitarstjórnarmanna af Suðurlandi til Danmerkur sem fyrirhugð var 9. – 12. mars hefur verið frestað. Þetta staðfesti Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri samtaka sunnlenskra sveitarfélaga við Eyjafréttir. “Já, henni hefur verið frestað. Sökum útbreiðslu COVID-19-kórónuveirunnar, þróunarinnar sem átt hefur sér stað síðustu daga og óvissunnar í tengslum við hana telur stjórn SASS ábyrgast að fresta kynnisferð […]
Styttri skóladagur hjá yngstu nemendunum GRV komi til verkfalls

Ef ekki nást samningar í kjaraviðræðum BSRB, þar sem Starsmannafélag Vestmannaeyjabæjar (Stavey) er meðal aðildarfélaga, um helgina hefst verkfall á miðnætti á sunnudag. Stendur það í tvo sólahringa, mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars. Ein af þeim stofnunum sem yfirvofandi verkfall nær til er Grunnskóli Vestmannaeyja. Í tilkynningu til foreldra, sem send var út […]
Virkilega ánægður með karakterinn í strákunum – myndir

ÍBV tryggði sér sæti í úrslitaleik Coka cola bikarsins í gærkvöld þar mæta þeir Stjörnunni og fer fram á laugardaginn klukkan fjögur. “Þetta var hörku leikur í gær og ég var virkilega ánægður með karktreirinn í strákunum. Þetta var akkúrat eins og viðureignir ÍBV og Hauka eiga að vera,” sagði Kristinn Guðmundsson annar þjálfara ÍBV […]
Sigurjón Þorkelsson skákmeistari Vestmannaeyja

Skákþingi Vestmannaeyja 2020 lauk miðvikudaginn 4. mars síðast liðinn. Mótið hófst 16. Janúar sl., keppendur voru tíu talsins, níu umferðir voru leiknar og tími 60 mín. + 30 sek. á leik. Tók hver umferð að jafnaði 2-3 klukkustundir. Teflt var í skákheimili TV við Heiðarveg á miðvikudagskvöldum og einnig ef með þurfti á eftir hádegi […]