Líkt og Eyjafréttir hafa greint frá hefur mikið borið á olíblautum fuglum við og í kringum Eyjar undanfarið.
Einnig hafa fundist olíublautir víðar við suðurströndina, í Reynisfjöru og Víkurfjöru en óljóst er þó hvort þessi mál tengist. Fjöldi fugla sem fundist hefur á þessum stöðum skiptir nú nokkrum tugum. „Umhverfisstofnun vinnur áfram í því að leita að uppruna mengunarinnar, meðal annars með aðstoð Landhelgisgæslu Íslands og EMSA, Siglingaöryggisstofnun Evrópu. Í gegnum EMSA getur Umhverfisstofnun fengið gervitunglamyndir af hafsvæðinu við Ísland ásamt greiningum á því hvort þar sé hugsanlega olíumengunarflekki að sjá. Ennþá hefur engin hugsanleg olíumengun greinst á þeim myndum sem hafa fengist. Í skoðun er að fá frekari greiningar frá EMSA og einnig er fyrirhugað að athuga með annað flug Landhelgisgæslunnar yfir hafsvæði við suðurströndina þegar veðurskilyrði verða hagstæð,” sagði Sigurrós Friðriksdóttir hjá Umhverfisstofnun í samtali við Eyjafréttir.
Sigurrós sagði mikilvægt að fá alla í lið með sér til að komast að upprunanum. “Einn mikilvægur liður í því er að þeir sem verða varir við mengun eða olíublauta fugla myndu tilkynna það inn til Umhverfisstofnunar. Best væri að slíkar ábendingar/tilkynningar yrðu sendar á netfangið ust@ust.is.”
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst