Staðfest smit orðin sjö og 133 í sóttkví

Í dag greindust 5 einstaklingar með COVID-19 smit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit hér því orðin 7 talsins. Þetta kemur fram á facebook síðu lögreglunar í Vestmannaeyjum. Snemma dags kom í ljós að starfsmaður á leikskólanum Sóla var með staðfest smit og var leikskólanum þá þegar lokað á meðan málið yrði rakið. Nú liggur […]
Rúmlega 100 í sóttkví

Þrjú smit eru staðfest í Vestmannaeyjum af Covid veirunni. Tvö þeirra eru á milli tengdra aðila. Ekki er búið að rekja hvaðan smitin eru. Samkvæmt smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis og almannavarna, eru 58 manns sem fara í sóttkví vegna smits sem greindist hjá leikskólakennara á Sóla í dag, þar af eru 14 börn á hvíta kjarna. Í lok dags […]
Gulasti þorskur stofnsins veiddist við Eyjar

Gulasti þorskur Íslandsþorskunnar kom í gær á land úr Drangavík VE. Enginn hjá Vinnslustöðinni sem leit fyrirbærið augum kannaðist við að hafa séð neitt því líkt fyrr eða síðar. „Margt skrítið hef ég séð um dagana en þetta er nú eitt magnaðasta helvíti úr sjó sem fyrir augu mín hefur borið um dagana. Þarna virðast […]
Bæjarstjórnarfundur í gegnum fjarfundarbúnað

Boðað hefur verið til 1556. fundar í bæjarstjórn Vestmannaeyja, var það gert í gær á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar en fundur inn fer fram á morgun 19. mars 2020 og hefst hann kl. 18:00. Athygli vakti að í fundarboðinu er þess getið að fundurinn verður haldinn í gegnum fjarfundabúnað. Elís Jónsson forseti bæjarstjórnar segir að allir bæjarfulltrúar […]
Leikskólanum Sóla lokað tímabundið

Starfsmaður Sóla hefur greinst með kórónuveirusýkingu en viðkomandi hefur ekki verið við störf undanfarna daga í skólanum. Í samráði við umdæmislækni sóttvarna, aðgerðastjórn og rakningarteymi hefur þó verið tekin ákvörðun um að loka leikskólanum á meðan málið er skoðað nánar. Þetta er gert í því skyni að hindra mögulega útbreiðslu smits. Um er ræða úrvinnslukví […]
Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur leiðbeiningar vegna COVID-19

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í gær áhrif heimsfaraldurs Covid-19 á samfélagið í Vestmannaeyjum, bæði á mannlíf og atvinnulíf. Ljóst er að ýmsar afleiðingar eiga eftir að koma fram og fyrirséð að þær munu hafa áhrif bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Nú þegar ríkisstjórnin hefur undirbúið aðgerðir sem miða að því að draga úr efnahagslegum […]
Landsbankinn gerir breytingar á afgreiðslutíma

Landsbankinn hefur ákveðið að gera tímabundnar breytingar á afgreiðslutíma í hluta af útibúum bankans á landsbyggðinni. Breytingarnar taka gildi í dag 18. mars 2020. Afgreiðslutími er styttur í útibúum bankans og verður Landsbankinn í Vestmannaeyjum opin frá kl. 10-15 í stað 9-16. (meira…)
Tillögurnar ekki til bóta fyrir Vestmannaeyjar

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í gær úthlutað aflamarki til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands. Er aflamarkið, sem er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund, dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalögum, línuívilnunar, strandveiða, rækju- og skelbóta, frístundaveiðar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu. Á síðasta ári var […]