Tilkynning frá aðgerðastjórn – ellefu ný staðfest smit í Vestmannaeyjum

Rannsóknir á sýnum vegna COVID-19 sem lokið var í kvöld hafa leitt í ljós að 11 til viðbótar eru með staðfest smit í Vestmannaeyjum. Af þeim 11 sem eru nýgreindir voru 6 þegar í sóttkví. Heildarfjöldi smitaðra í Vestmannaeyjum er því orðinn 41 talsins. Smitrakningum er ekki lokið vegna þessara aðila. Við fjölda einstaklinga í […]
Spurningum bæjarbúa vegna Covid19 í Vestmannaeyjum svarað (myndband)

Margar spurningar brenna á fólki í Eyjum varðandi ástandið vegna COVID-19. Til að bregðast við því bauðst Vestmannaeyingum að leggja inn spurningar í spurningabanka. Hér svar þau Páley Borgþórsdóttir, Íris Róbertsdóttir og Hjörtur Kristjánsson spurningum bæjarbúa. (meira…)
Fjarfundarbúnað heimilaður á fundum nefnda sveitarfélagsins

Bæjarstjórn fundaði eftir hádegi í dag þar var eitt mál til umræðu, lagabreyting á sveitarstjórnarlögum og ákvarðanir því tengt. Á grundvelli þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum Covid-19, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra birt auglýsingu, með vísan til VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, þar sem sveitarstjórnum er heimilt […]
Ekkert barnanna sem skimuð voru úr 1.-4. bekk GRV með kórónaveiruna

Það eru tvímælalaust góðar fréttir að af öllum þeim tugum barna sem voru skimuð úr 1.-4. Bekk GRV var ekkert þeirra með kórónaveiruna. Ekkert sýni greindist heldur jákvætt hjá öllum þeim fjölmörgu sem sýni voru tekin hjá í 7. Bekk. Börnin virðast ekki vera mikið útsett fyrir smiti eða vera að dreifa smiti og það […]
Engin ferð með Herjólfi í dag – sýni til rannsóknar fóru með flugi

Engar ferðir verð sigldar milli lands og Eyja í dag þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur ohf sendi frá sér rétt í þessu. Stefnt er á siglingu til Þorlákshafnar á morgun 24.03.20 Brottfor frá Vestmannaeyjum kl: 09:00 Brottför frá Þorlákshöfn kl: 12:00 Sýni til rannsóknar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum fóru með flugi í […]
Rafræn útgáfa vottorða til staðfestingar á sóttkví

Þeir sem þurfa að sitja í sóttkví samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyfirvalda geta nú sjálfir skráð upplýsingar um það inn á vefinn heilsuvera.is og fengið vottorð þar að lútandi. Vottorðin eru án endurgjalds. Vakin er athygli á því að skráning í heilsuveru krefst þess að notandi sé með rafræn skilríki. Þeir sem hafa ekki rafræn skilríki og […]
Aðalfundi Vinnslustöðvarinnar frestað

Aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hf. sem halda átti fimmtudaginn 26. mars 2020 hefur verið frestað. Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem halda átti þann 26. mars nk. vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Tilkynnt verður um nýja dagsetningu síðar. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins í síma 488 8000. Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. (meira…)
Birna Berg aftur til ÍBV núna sem skytta

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu sem handknattleiksdeild ÍBV sendi frá sér í dag. Birna lék á árum áðum í marki fyrir kvennalið ÍBV í knattspyrnu. Birna er örvhent skytta og hefur leikið með íslenska landsliðinu undanfarin ár, en með landsliðinu hefur hún skorað 118 […]
Þekkingarsetur Vestmannaeyja lokað fyrir almenning

Í ljósi þeirra aðstæðna sem komnar eru upp vegna COVID-19 veirunnar og þeirra hertu takmarkanna í Eyjum varðandi samkomur þá verður Þekkingarsetur Vestmannaeyja lokað fyrir almenning þar til slakað hefur verið á þessum takmörkunum. Þeir sem þurfa nauðsynlega að ná í fyrirtæki og/eða stofnun innan ÞSV er bent á að hringja í viðkomandi stofnun. Einnig […]
Smári McCarthy með COVID-19

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefur greinst með kórónuveiruna. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook. Smári hefur verið í sjálfskipaðri sóttkví í rúma viku eftir að hafa fengið hósta. “Ég er þokkalega hress, einkennin mjög væg, hóstinn mestmegnis farinn og hitinn varð aldrei mikill. Önnur einkenni koma og fara ─ en ég er í […]