Áformaðar uppsagnir framlínufólks skammarlegar

BSRB mótmælir harðlega áformum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að segja upp öllu starfsfólki í ræstingum á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Stéttarfélögum hefur verið tilkynnt um að fyrirhugað sé að leggja niður starfsemi við ræstingar og fara í útboð á þjónustunni á næstu vikum. „Það er skammarleg ákvörðun að segja upp starfsfólki sem hefur lagt líf og […]
Fjölbreytt sumarstörf fyrir ungt fólk í Vestmannaeyjum

Töluverð umræða hefur verið um atvinnuleysi námsmanna og takmarkað framboð starfa fyrir þann hóp í sumar vegna áhrifa heimsfaraldursins á atvinnulífið. Liður í efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 er sérstakt átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, sem eiga takmarkaðan eða engan rétt til atvinnuleysisbóta og hafa stofnanir og sveitarfélög verið […]
Það er svoleiðis……..Covid uppgjör StelpuKonu

Ég er fáránlega lífhrædd mannvera, hef verið svona frá því ég man eftir mér og þessu fylgdi (ok og gerir stundum enn) vandræðaleg taugaveiklun. Ég gat gert foreldra mína brjálaða þegar ég var yngri (ok og geri líklega enn) þar sem þau máttu helst ekki hverfa úr augsýn án þess að ég tæki tryllinginn og héldi að […]
Sjómannadagshelgi með nokkuð eðlilegu sniði

Á tímabili leit út fyrir að allt samkomuhald yrði bannað næstur vikurnar og í ljósi þess hafði Sjómannadagsráð ákveðið að engin hátíðarhöld yrðu á Sjómannadaginn þetta árið. En öll él birta um síðir og líka Covid19 fárið sem herjað hefur á Vestmannaeyjar, Ísland og reyndar alla heimsbyggðina síðustu vikur og mánuði. Í ljósi þess að […]
Sara Renee sendir frá sér nýtt lag: Misst af þér

Hin unga og stórgóða vestmannaeyska söngkona Sara Renee Griffin sendi í gærkvöldi frá sér nýtt lag. Lagið heitir Misst af þér og er lag og texti eftir Fannar Frey Magnússon. Lagið er aðgengilegt á streymisveitunni Spotify og má hlusta á hér að neðan. (meira…)
Allir sáttir með nýjar samþykktir Herjólfs ohf

Endurskoðaðar samþykktir Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Lögð voru fyrir bæjarráð drög að endurskoðuðum samþykktum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. sem unnin voru að frumkvæði bæjarstjóra. Meginbreytingin sem lögð er til snýst um aukna og formfastari aðkomu bæjarstjórnar að skipun stjórnar. Aðrar breytingar taka mið af því að samþykktirnar endurspegli ákvæði […]
Allir fá sumarvinnu hjá bænum

Veiruógnin var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu og viðbrögðum yfirvalda vegna útbreiðslu COVID19 í Vestmannaeyjum. Staðan í Vestmannaeyjum er sú að 105 smit hafa verið greind. Af þeim sem greinst hafa jákvæðir hafa allir náð bata. Ekkert nýtt smit hefur greinst síðan 20. apríl sl., sem eru góðar […]